Morgunn - 01.06.1921, Síða 49
IORGUNN
48
var eg vön að gera, er eg tók upp bók — og þennan sið
hafði eg, þegar eg opnaði hurð«. Ura leið sýndi hún
þessa tilburði sína. (Þegar eg hafði þá eftir síðar, var
undir eins við þá kannast — eins og líka lýsinguna á henni).
Hún mælti: »Segðu manninum: Blóm — bók — hringur*.
Eg gerði það na?sta sunnudag, og hann sagði: »Já, hring-
urinn er í sannleika heima hjá mér nú«.
Hann lýsti þessum gesti þegar fyrir sunnudaginn
(hinn 12. eða 13. október) fyrir einum vina sinna (John
Walker), og er vottorð frá honum prentað i bókinni. —
Hann sagði því næst frá konunni á pallinum i fundar-
salnum næsta sunnudag (14. október). Karlmaður hon-
um þá alókunnugur, kannaðist þegar við lýsinguna. Býð-
ur hann að segja til þess manns, ef menn rengi sig, en
þrír vottar rituðu í bók hans, að þeir hefðu verið við-
staddir lýsinguna og að við hana hefði verið kannast.
Fjórði kaflinn -er um skygni í fjarlœgð eða fjarsýni.
Um mr. Turvey mátti segja með fullum rétti: hann sá í
gegnum holt og hæðir. Eftirtektarverð er lýsing hans á
því, hvernig hann sér þá. Eg þýði hér nokkur ummæli
hans um það:
»Það er líkast því sem eg sjái gegnum göng, er graf-
in 8éu gegnum alt efni, sem i milli er, svo sem borgir,
skóga, fjöll. Þobsí göng vii’ðast enda t. d. inni í skrif-
stofu mr. Brown’s; en eg get aðeins séð það, sem er þar
í raun og sannleika, en eg get eigi gengið um húsið, né
heldur get eg þá notað neitt skilningarvitið, nema sjón-
ina. í raun og veru er það næstuin því eins og fram-
lengd sjón hins likamlega auga á flatri jörð, þar sem öll-
um tálmum væri rutt úr vegi. (Þessi göng eiga jafnt við
um tlma sem um rúm)*.
Með þe8sunr hætti lýsti hann mönnum í fjarlægð og
hvað þeir væru gera. Lét hann innsigla lýsinguna í
bréfi og því næst rannsaka, hvernig hefði verið á hinum
staðnum, og reyndist alt að vera rétt.