Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 52
46
MORGUNN
Eg vel hér til eitt merkilegasta dæmið úr bókinni.
Sá atburður gerðist i húsi eins af beztu vinum höfundar-
ins, mr. J. W. Sharpe’s, sem var mikils metinn menta-
maður í Bournemouth. Er bókin sjálf tileinkuð honum.
»Hinn 15. nóvember 1905 hringdi mr. J. W. Sharpe
mig upp í talsímanum, til þess að spyrja um fyrirlestur,
sem átti fram að fara í samkomusal [spíritistaj-félagsins í
Bournemouth. Er eg hafði svarað spurning hans, mælti
hann: »Nú verð eg að fara [þ. e. hætta að tala], af því
að hér er vinur minn hjá mér«. Eg svaraði: »Já, eg
sé, að svo er«. Hann mælti: »Þér haldið því þó eigi
fram, að þér getið séð hver það er?« Eg sagði: »Nei,
eg get ekki séð, liver hann er, en eg get lýst honum fyrir
yður«
Eg lýsti því næst nákvæmlega andliti mannsins, hári
hans, augum, höndum, líkamsvexti, yíirskeggi o. s. frv.
og bætti við: »hann þarf að láta raka sig«. Eg tók það
fram, að hann sæti í hægindastól með krosslagða fætur,
og með annan handlegginn á stólsarminum. Meðan eg
var að lýsa þessu, reis mr. Pontifex upp úr stólnum —
því að svo hét gestur mr. Sharpe’s — og gekk að árinhylÞ
unni og studdi öðrum olnboganum á hana og krosslagði
fæturna; — stóð hann upp til að gera þetta. Eg lýcti hreyf-
ingum hans fyrir mr. Sharpe. Til þess að gera »sönnun-
ina« enn meira sannfærandi, bað eg mr. Sharpe að segja
mr Pontifex að taka einhverja bók af handahófi (eg vissi
að síminn var í bókastofu mr. Sharpe’s) og halda henni
þannig, að mr. Sharpe gæti ekki séð hana, og honum
væri því ekki unt að senda lýsinguna af henni með hug-
skeyti til mín. Þetta var gert, og eg sagði réttilega til
um stærð bókarinnar, litinn á bandinu, að hún væri gylt
á kjöl og »þótt hún væri á ensku, þá sé hún samt með
einhverjum hætti tengd við eitthvað útlent<. Bókin reynd-
ist að vera ensk þýðing á þýzkri bók um heimspeki.
Eftir það kom mr. Pontifex að simanum og bað um
frekari sönnun. Hæfileikinn til að »sjá« var á förum —