Morgunn - 01.06.1921, Qupperneq 58
52
MORGUNN
sár af byssukiilu. Út af þeirri reynslu sinni segir hann
þetta:
»Margur ranusóknarmaðurinn segir á vorum dögum:
»En hvað eg vildi að eg vær skygn«; en sjáarinn bað
þannig í fyrndiuni: »Drottinn, tak sjónina frá mér«. Það
er gott að geta gefið skygnilýsingar, sem gleðja syrgjend-
urna, sem eftir eru hérna megin, en sönn skygnigáfa er
ekki eingöngu í því fólgin, og það er, eins og mr. Span
hefir sagt, »náð, að Guð opnar ekki (að fullu) augu vor
allra«. Þeir, sem hlotið hafa hlutverk til að inna af
hendi, verða og að greiða gjald fyrir það«.
í sjöunda og síðasta kafla bókarinnar skýrir þessi ein-
kennilegi vitranamaður frá því, hvernig hann starfar í
ihugWcamanumt. Þar er um alveg sérstaka tegund sýna
að ræða, ef menn vilja nefna þær skynjanir hans sýnir.
Eg hefi þegar getið um, að stundum hafi einhver hluti
vitundar hans greinst frá heilavitundinni og hann þá vit-
að af sér á tveim stöðum. Lýsir hann því ástandi betur i
þessum kafla. Honum farast 3vo orð: »Til þess að kom-
ast hjá að nota orðalagið »Andi minn brá sér til Lund-
úna, þó að eg væri hér í Bournemouth«, þá viðhefi eg
»Eg* í tilvÍ8unarmerkjum til að tákna þann hluta vitundar
minnar, eða veru, sem virðist starfa fjarri líkaina mínum,
og eg nota »Mig« með stóru M og í tilvísunarmerkjum, til
þess að tákna líkamann, sem er kyrr heima og er með
fullri meðvitund, að því er frekast verður séð, alveg eðli-
legur og að engu leyti i sambandsástandi.
Þegar eg ferðast í huglíkamanum, virðist »Eg« yfir-
gefa »Mig« og þjóta gegnum rúmið með slíkum hraða, að
erfitt er að greina glögt landið, sem farið er yfir. »Eg«
virðist vera um tvær mílur ofar jörðu, og leifir ekki af,
að hann fái greint láð frá legi eða skóg frá borg, þó því
aðeins, að svæðin, sem sjást, sóu allstór um sig. Smá-ár
eða þorp mundu alls eigi vera sundurgreinileg«.
Hann gerir mun á þrem líkömum eða greinir þá sund-
ur: jarðneska líkamann, astral-líkamann og huglíkamann.