Morgunn - 01.06.1921, Page 61
M 0 R G U N N
55
hafa feugið leyfi til þess áður, að raega gera tilraun i
þessa átt.
Nafnkunnur spfritisti enskur, Percy R. Street að nafni,
hafði leyft honum að koma heim til sín i huglíkamanum,
hvenær sem hann fyndi, að >Eg« mundi geta það. Hann
vottar, að fjórum sinnum hafi það tekist, auk þess at-
burðar, er eg nú skal segja frá. Sá atburður var nokkuð
einstæður í sinni röð. Eg læt mr. Turvey sjálfan segja
frá: »Þriðjudaginn, sem mr. Street minnist á [þ. e. í
vottorðinu], hafði hann, mr. Walker og einn eða tveir
aðrir vinir mínir verið hjá mér um kvöldið. Þeir fóru
frá húsi mínu um kl. 10,80 siðdegis. IJndir eins og þeir
voru farnir, íiýtti eg mér i rúmið og reyndi að fylgja
þeim i huglíkamanum, til þess að fá, ef unt væri, óvænta
»sönnun«, er gæti gert oss öllutn fært að svara neitandi
spurningunni: »Var yður nokkuð slíkt í huga á þeirri
stundu?« Ætlun mín var sú, að taka eftir einum eða
tveim atriðum, er mér væri eigi unt að fá vitneskju um
með vanalegum hætti, svo sem í hvaða stellingum þeir
sætu, hvernig leiðsögumaðurinn i vagninum liti út o. s.
frv. og segja þeim frá þvi, er þeir kæmu til mín næsta
BÍnn. Sú llUgmynd, að »uá valdi* á mr. Walker var ekki
í lieila »Mig’s« [þ. e. í vitund hins jarðneska likama], en
»Eg« hlýtur að hafa hugsað sér það síðar. Þegar »Eg« at-
hugaði leiðsögumanninn, varð »Eg« fyrir þeirri reynslu,
sem mig langar ekki til að endurtakist. Leiðsögumaður-
inn 8tóð í þeirri stellingu, að hefði »Eg< verið jarðneBkur
líkami, þá hefði »Eg« eigi getað komist fram hjá honum,
án þess að biðja hann að vikja til hliðar. En með þvi
að hann sá auðvitað ekki »Eg«, þá hafði »Eg« ekki önn-
ur úrræði en að fara gegnum helminginn af honum og
um leið gegnum hálfan dyrastafinn. En hið undarlegast
við þetta var sú sannreynd, að þótt dautt efni, svo sem
veggur af múrsteinum, hafi engin áhrif hvorki á »Eg«
né »Mig«, þegar »Eg« fer gegnum það, þá hafði þessi för