Morgunn - 01.06.1921, Page 68
62
MORGUNN
Helga og Jakob Jóh. Sraári og Yngvi Jóhannesson verzl-
unarmaður. Bað Yngvi miðilinn um leyö til þess að
mega hraðrita uramæli hans, og veitti Mr. Peters það fús-
lega. Síðan voru lagðir nokkrir hlutir á borðið; tók mið-
illinn að eins nokkra af þeim til athugunar, og fer hér á
eftir íslenzk þýðing á umraælum hans, en hraðritið og
ensk hreinskrift er geymd hjá okkur, er þetta ritum. —
Á eftir ummælum miðilsins um hvern hlut setjum við at-
hugasemdir og hyggjum það munu verða gleggra til yfir-
lits, heldur en ef allar athugasemdirnar stæði síðast. Nafn
hins látna eiganda stendur i svigum aftan við nafn hlut-
arins. Það, sem stendur innan hornklofa, eru athuga-
semdir eða skýringar frá okkur, en ekki orð miðilsins.
I. Skúfhólkur (Steinuhn Jakobsdóttir).
»Eigandinn var kona, sem var mjög hvatleg, starf-
söm og glaðlynd, en alt sem hún gerði, vann hún vel.
Hún var vandvirk i starfi sínu. Eg finn, að hún hefir
verið mjög ástrík kona. Hún var ekki mjög há, frekar
ljóshærð en dökkhærð, ennið hátt. Hárið er fremur langt,
en styttist, er hún eltist. Hún þjáðist mikið áður en hún
dó, og hún var kona, sem var ekki gefið um þjáningar
(was not wanting to suffer). Hún var mjög góðbjörtuð
og reyndi á allan hátt að dylja þjáningar sínar. Mér finst
að hún hafi haft allmikil áhrif á fjölskyldu yðar, og að
þér hafið reynt alt, sem stóð í yðar valdi, til að hjálpa
henni. I’egar eg kemst í samband við hana, finst mér,
að hún hafi verið mjög lasburða, áður en hún andaðist,
og lasleikinn virtist hvíla mjög þunglega á henni. Hún
er hér mjög nærri. Hún heflr reynt að gera vart við
sig (come back) áður, því að þér haflð reynt á oinhvern
hátt að komast í samband við hana. Hún var mjög mátt-
farin, og þegar eg kemst i samband við hana, vekur hún
hjá mér þá tilfinningu, að eg sé gersamlega máttvana.
Mig langar til að halda mér fast í einhvern, og þannig.