Morgunn - 01.06.1921, Page 74
68
MORGHJNN
verið notað um nokkurn tíma, það hefir verið lagt til
hliðar«. —------
Hér kom í milli grein sú, sem áður er tekin upp,
um Skúla S. Thoroddsen og slys það, er hann varð fyrir
á hjólhestinum.
—-------»Eg sé gamlan mann, eg gæti hugsað mér
að hann væri hér um bil 60 til 65 ára. Ekki mjög stór,
dökkeygður, hárið dökt en er að grána. Það er ekki grátt
en er að grána. Nefið er nokkuð breitt, varirnar nokkuð
þykkar. Hann var fremur herðabreiður, dálítið þrekinn.
Þetta var viljasterkur maður — og er mjög nálægt kon-
urmi. Honum var erfitt um andardráttinn (he suffered
with hís breathing), og hann er mjög nærri yður. Þekkið
þér hann? Er eg að lýsa öðrumhvorum afa yðar? [Nei],
Hann kemur með konunni, sjáið þór til«.
Athugasemdir.
Kona þessi, sem armbandið hafði átt, var skozk og
vellauðug. Lýsingin á henni er að öllu leyti rétt nema
þvi, að hárið mun bafa verið 1 jóst, en ekki dökt. Þegar
frk. Bergþóra Arnadóttir þekti hana, var hún orðin öldruð
og tekin að hærast. Það, sem sagt er um lífslöngun henn-
ar, starf8emi og lundarfar, er sennilega rétt; að minsta
kosti virtist hún vera glaðlynd. Hún var um sextugt, er
hún andaðist, og lá stutt. Armbandið hafði hún ekki not-
að um iangan tíma, er hún gaf Bergþóru það. Rétt er
það og, að til var a, m. k. mynd af henni, þar sem hún
stóð upprétt — Það, sem Mr. Peters segir um löngun sína
til að gráta, virðist ekki geta Att við neitt.
Hún var mjög vel til Bergþóru, en ekki er rétt, að
um »sterka ást« væri að ræða. Að eitthvað væri nö uálg-
ast um það leyti, er húu dó, sem hún hefði práð, er ósann-
anlegt og líklega rangt.
Lýsíngin á gamla mannínum gæti átt við mann henn-
ar, Mr. Blackey, en þar eð Bergþóra hefir aðeins 8éð
raynd af honum, en ekki sjálfan hann, veit hún ekki um
lit hárs hans eða augna, og því er heldur ekkert sérlegt
upp úr lýsingunni leggjandi.
Rangt var það og, er Mr. Peters gaf í skyn með
spurningum sínum um þessar persónur, hvort þau væri
móðir Bergþóru og afi.