Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 83
MORGTJNN
77
Danska kirkjan og spíritisminn.
Erindi flutt á fundi S. R. F. í. 18. nóv. 1920.
Á síðustu árum heflr allmikið kveðið að ýmis konar
samdrætti með norðurlandaþjóðunum. Að því er til vor
kemur, hefir einna mest borið á þessari tilhneiging á hinu
•kirkjulega sviði, þó að hún hafi gert vart við sig með
öðru móti. Biskup vor hefir farið til Danmerkur og flutt
þar fyrirlestra, danskur prestur var hér á Synodus í fyrra,
og danskur prestur hefir nú verið hér um nokkurt skeið,
prédikað hér og flutt fyi'iriestra. Dönsk kirkja leitar vin-
fengis við íslenzka kirkju og íslenzk kirkja leitar vinfengis
í Danmörku.
Um þennan samdrátt er að sjálfsögðu mikið gott að
segja, enda er hann alveg vafalaust af góðum toga spunn-
inn. Það er æfinlega gott verk að draga saman hugi
þjóðanna. I Danmörk er risinn upp flokkur manna, sem
er ráðinn í því að sýna það eftir megni, að hann vilji
okkur alt hið tezta. Eg efast ekki um, að af hálfu danskra
kirkjumanna sé hinn sami andi ríkjandi.
Eg óska Dönum alls góðs. Mér er það hjartanlegt
ánægjuefni, að við séum alt af vinir þeirra. Sumir af
mínum beztu vinum eru danskir menn. Eg hefi ekki að
eins reynt danska gestrisni, heldur líka danska trygð og
marga mannkosti. Ekkert er mér fjær skapi en það, að
á það sem eg ætla að segja i kvöld verði litið svo, sem
það 8é sprottið af óvild til Dana.
En þegar stofnað er til vináttu og bandalags við danska
kirkju, vitðist mér ekki óeðlilegt, að sú krafa komi upp,
að við séum eitthvað fræddir um það, hvernig sú kirkja
sé í raun og veru, hver hugsunarháttur sé þar ríkjandi í
andlegum málum.
Eg ætla ekki að taka að mér að fræða ykkur um það
•nema frá einni hlið. Að öðru leyti brestur mig að mestu