Morgunn - 01.06.1921, Síða 87
MORGUNN
81
Svo sem mörgum er kunnugt, er hin »kristilega virð-
ingargerð* þessa prests á þessu máli sú, að fyrirbrigðin
gerist og skeytiri komi, eins og spíritistarnir halda fram.
Það væri heimska, segir hann, að rengja það, sem svo
margir ágætiamenn ábyrgist að só rétt. En þeasi fyrir-
brigði stafi öll frá öndum myrkraríkisins. Það ræður prest-
urinn af því, að þessir andar flytji ekki sömu kenningar og
hann sjalfur.
C'hr. Ludtcigs biskup
er einn þeirra, sem lagt hafa orð i belg í lýðháskólafélagi
Álaboigar. Hann fræddi menn þar um það, að að svo
miklu leyti sem fyrirbrigði spíritismans væru ekki svik,
stöfuðu þau frá undirvitundinni. Og hans »kristilega virð-
ingargerð* var sú, »að aldrei gæti orðið nein sátt milli
kristindómsins og spiritismans«, og að »vísindaleg trúar-
brögð séu gagnslaus og hættuleg og i eðli sínu andstæð
kristindóminum«.
Johannes Loft lektor.
Að lokum skal minst á ritgerðir um spiritismann, sem
sá maður heflr látið frá sér fara. Þær heita »Framliðnir
menu og vér« og »Skrípaleikar og trúarbrögðt. Þar kveð-
ur að því leyti við annan tón en hér að framan, að þeir
menn, sem eg hefi áður nefnt, viðhöfðu engin ókvæðisorð
og ræddu málið með tiltölulegri stillingu, en lektornum
lieflr ekki þótt ástaiða til þess að leggja slík bönd á sig.
Hanu byrjar aðra ritgerðina á því að Begja frá ekkju.
lienni var boðið á spiritistafund, og »mjög fast lagt að
hennic að koma. Henni var gefin von um, að framliðinn
raaður hennar kynni að koma, og »fara með hana nokkura
þumlunga beint upp í loftið, leika á ósýnileg hljóðfæri,
fleytrja diskum* og þar fram eftir götunum Frúin afþakk-
aði boðið og lét þess jafnframt getið, að maðurinn hennar
hefði ekki verið vanur að gera þetta hér i heimi, og að
fyrir því væri hún lirædd um, að hán skildi ekki vel þessa
nýju aðferð hans til þess að láta hugrenningar BÍnar í ljÓ8.
»Frúin hafði lagt fingurinn á allra-viðkvæmasta stað-
inn á hinum illræmda spíritisma — á hlægilegu hliðina á
honum, segir lektorinn enn fremur. »1 raun og veru er
ekkert vopn til gegn þessari vitleysu annað en liláturinn
einber Spiritisminn ber utan á sér svo klunnalegan al-
vöruhjúp, en án þess að veita því eftirtekt, að hann veg-
6