Morgunn - 01.06.1921, Side 97
MORGUNN
91
inn tilverunnar sé ekki upp úr því vaxinn. Hann kendi
■okkur, að faðir okkar á himnura teldi jafnvel öll okkar
höfuðhár og að enginn spörifugl félli til jarðar án hans
vilja. Það er þessi hugsun, sem okkar mikla nútiðar-
sálmaskáld, sem kvaddi þennan heim í dag, liefir orðað
svo fagurlega í þessum erindum:
Hann heyrir stormsins hörpuslátt,
Hann heyrir barnsins andardrátt,
Hann heyrir sínura himni frá
Hvert hjartaslag þitt jörðu á.
t
I hendi guðs er hver ein tíð,
t
I hendi guðs er alt vort stríð,
Hið minsta happ, hið mesta fár,
Hið mikla djúp, hið litla tár.
Það er á einskis manns fœri að fullyrða neitt um það,
hvað sé »lítilvægt« og »fátæklegt« i augum hans, sem alt
skilur og alt veit. Það er hverjum manni ofvaxið að segja
neitt um það, hvort öll veraldarinnar höf eru i hans aug-
urn mikilsverðari en eitt tár, sem rennur niður eftir vang-
anum á minsta smælingjanum á jörðunni. Enginn veit,
hvort í hans augum er meira vert um dýrðarljómann ut-
an um himneskar hersveitir einhverstaðar óendanlega háit
uppi i tilverunni en um Ijósið á kertiskarinu, sem gleður
fátæklegasta barnið í aumasta kotbænum á Islandi. Og
er ekki þetta eitt af því dásamlegasta, sem vér höfum
komið auga á í tilverunni — að hún sé svo samgróin
heild, að ekkert sé svo smávaxið, að hann fyiirlíti það,
sem æðstur er alls — af því að ekkert er svo »litilvægt«
né »fátæklegt«, að það geti ekki haft eilífðargildi? Svo
að við skulum ekki óvirða framliðna raenn sem »gersam-
lega andlausar verur« fyrir það, að þeir fáist »við hinar
litilvægu sorgir og fátæklegu áhyggjur mannanna«. Jesús
frá Nazaret hefir kent okkur, að faðir okkar á hirnnum
geri það lika.
k