Morgunn - 01.06.1921, Síða 98
92
MORGUNN
Árangurinn af spíritismanum hefir þegar orðið stór-
kostlegur, eins og eg hefi tekið fram. Hann hefir meðal
annars orðið það fyrir þá sök, að það er ósatt, sem þessi
prestur segir, að alt, sem oss sé sagt úr öðrum heimi, sé
svo óendanlega bragðlaust og sviplaust, að það skifti engu
máli í andlegum efnum. Ymislegt af þvi, sem ritað er
ósjálfrátt og segist vera úr öðrum heimi, er vitanlega litils
eða einskis virði, enda heldur enginn spíritisti þvi fram, að
alt, sem tjáir sig vera úr öðrum heimi, sé það í raun og
veru. En það er til gnægð af ritum, sem skifta hinu
mesta mdli, og menn verða að ætla að séu runnin frá öðr-
um heimi. Það væri blátt áfram flónska að segja. að Bréf
Júlíu skifti engu máli, eða skrit' Imperators hjá Stainton
Moses. Og þá ættum við ekki að gleyma þeim frásögn-
um úr öðrum heimi, er Vale Owen prestur hefir vérið lát-
inn skrifa, Weekley Dispatch flutti á þessu ári og nú er
verið að gefa út á Englandi í 4 bindum. Eg leyfi mér að
segja, að leitun sé á bók í heilagri ritningu utan guðspjall-
anna, sem kemur oss nútiðarmönnum meira við og heilsu-
samlegri sé fyrir andlegt líf vort, en sú opinberun, sem
kemur fram í þessum bókum, sem eg nefndi nú, og mörg-
um öðrum af svipuðu tæi.
Næst kemur guðfræðingurinn Neiendam. Af ummæl-
um hans ætla eg að minnast á tvö atriði.
Honum þykir eðlilegt, að menn líti á spíritismann
sem »óréttmætan ágang á ró framliðinna manna, og á
svið, sem við höfum engan rétt til að koma á«. Nú skul-
um við taka ofurlítið dæmi. Gerum ráð fyrir, að ein-
hverjir eyjarskeggjar væru svo miklir »innilokunarmenn«,
að þeir teldu alveg rangt að eiga nokkur mök við fólk,
sem búsett væri í öðrum löndum, en að stöðugt væru að
koma menn frá öðrum löndum og nema eitthvað töluvert
af eyjarskeggjum burt, til mikils harms fyrir þá, sem eftir
væru, því að þeir vissu ekkert, hvað af hinum brottförnu
mönnum væri orðið, fengju aldrei neinar fregnir af þeim,