Morgunn - 01.06.1921, Síða 110
104
MORGUNN
Árin og eilífðin.
Prcdikanir flaralds prófcssors riíclssonar.
Svo langt erum vér þá komnir, að hafa eignast há-
kristilega húslestrabók, sem tekur sálarrannsóknirnar óhik-
að og afdráttarlaust til greina! Eg veit ekki hvernig megn-
ið af guðfræðingum vorum kann að líta á það mál nú •
en ekki þykir mér það ósennilegt, að þeir tímar komi, er
sá atburður verði talinn nokkuð merkilegur í kristnisögu
þessa lands. 0g áreiðanlega hefði flestum, fyrir 10—20
árum, svo að eg fari ekki lengra aftur í tímann, þótt
fremur ólíklegt. að hann mundi nokkuru sinni gerast.
Fyrir fáeinum árum tók sig sarnan flokkur inanna
hér í Reykjavík og samdi við síra II. N. um að prédika
annanhvorn sunnudag, eða sem því svaraði. Það var ekki
gert í því skyni að taka sig með nokkurum hætti út úr
kirkjunni- Hitt var augnamiðið að fá talað hispurslaust
um eilifðarmálin af þeirri þekking, einurð og andríki, sem
öllum var kunnugt um, að með síra H. N". býr.
Brátt fóru margir að koma auga á það, að þetta
fyrirbrigði f andlegu lifi höfuðataðarins var eftirtektarvert.
Víst mun óhætt að fullyrða, að allmikill hluti landsmantia
hefir ekki að undanförnu verið mjög fíkinn í að greiða gjöld
til prests og kirkju. Prestunum þótti innheirata þeirra
gjalda svo örðug og óskemtileg, að þeir lintu ekki, fyr en
þeir fengu henni af sér létt Og ekki er það neitt leynd-
armál, að þegar fríkirkjusöfnuðurinn var stofnaður hér í
bænum, vakti það fyrir ekki a)lfáum, að með því móti
yrði dregið úr gjöldunum til andlegu málanna. En hér
kemur mikill flokkur manna, fátækra alveg eins og efnaðra,
sem er þess albúinn að leggja á sig gjöld, aukreitis við
öll önnur gjöld, fyrir það að fá að heyra prédikað. Þetta
þótti mörgum að minsta kosti nýstárlegt.
Miklu meira þótti mönnum samt ura það vert, aem