Morgunn - 01.06.1921, Page 112
106
MORGUNN
lega mikið tiðkaBt i trúvarnar- og guðrækni-ræðum og rit-
um. Um það atriði kemst hann sjálfur svo að oiðiáein-
um stað (bls. 352) í prédikununum:
»Eg verð að lýsa yfir því, að eg tel mér eigi skylt
að fara eingöngu eftir því hvað aðrir kunna við — þótt
eg vilji forðast að meiða trúartilfinningar nokkurs manns.
Hitt verð eg að teija skyldu mína, að segja það, sem eg
veit 8anna8t, og það, sem eg hygg muni verða trúarlifi
þeirra að mestu liði, sem við efa eiga að stríða; segja það,
eem eg hygg, að drottinn sjálfur vilji að eg 8egi><.
Hann er, evo sem kunnugt er, óvenjulega vel að sér
í heilagri ritningu. Auðvitað beitir hann henni. En því
fer fjarri, að hann bindi sig við hana eina. Hann notar
alt, sem honum hugkvæmist, til þess að vekja trúartil-
finninguna. Hann er jafn-fús á að nota trúarreynslu nú-
tíðarmanna og það, er fyrir merkismenu biblíunnar hefir
borið. Hann notar íslenzk ljóð jafnhliða indverskri speki.
Hann notar fyrirbrigði hinnar sýnilegu náttúru og stórtíð-
indi mannfélagsins jöfnum höndum við hinar viðkvæm-
ustu hræringar mannsálarinnar. Hann notar guðfræðileg-
ar biblíurannsóknir jofnum höndum við leit vísindamanna
eftir sönnunum fyrir ódauðleik sáiarinnar og ósýnilegum
heimi.
Þesai prédikunaraðferð stendur í aarnbandi við skoð-
anir hans á því, hvað sé guðs orð. Guðs orð er ekki
neitt löngu ritað mál, heldur sannleikuiinn sjálfur, eins og
guð liefir alt af verið og er enn að opinbera hann í reynslu
mannanna.
»Gerum osa það fyllilegá ljóst, að guð hefir ávalt hald-
íð áfram að tala, aldrei hætt að opinbera sig. Sannleik-
urinn er stöðugt að vaxa, eða öllu beldur: sannleikamol-
arnir alt af að verða fieiri og stærri. Guð talar til vor
enn i dag, ekki að eins úti í náttúrunni og fyrir viðburði
veraldarsögunnar, heldur og fyrir munn sinna spámanna.
Og spámenn nútímans standa að engu spámönnum fortíð-
arinnar að baki'. Og guð talar engu óskýrara nú en þá.
Engar af bans gömlu opinberunarleiðum eru enn stíflaðar
eða lokaðar. Enn eru menn að koma auga á nýjar sann-