Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 123
MORGUN N
117
\
atriðið, þá veita sannanir fyrir síðari atriðinu, sem vér
fáum gegnum hin líkamlegu skilningarvit, oss hjálp til
þess að öðlast vissu um föðureðli guðs og bræðralag mann-
anna«.
Þá koma loks kaflar úr þriðju ritgjörðinni. Hún er
eftir G. R. Dennis:
»Nefndarálitið er yfirleitt meðmæltara spíritismanum,
en búast hefði mátt við. Nefndin hefir kynt sér málið
vandlega. og reynt samvizkusamlega að finna það, sem
bezt er í því. Og hún hefir kannast við ýms merkileg
atriði. Meðal annars kannast hún við það, að spíritism-
inn sé mótmæli gegn efnishyggjunni; að sálrænir hæfi-
leikar séu verulegir; að »til séu fyrirbrigði, sem virðist
styðja tilgátuna* um samband við framliðna menn, og að
»það geti verið, að vér kunnum að vera á þröskuldi nýrra
vísinda, sem með öðrum hætti staðfesti vissu vora um
heim bak við og hinumegin við heiminn, er vér sjáum,
og vis8u vora um eitthvað í sjálfum oss, sem vér notum
til þess að komast i samband við þann (ósýnilega) heim*.
Að hinu leytinu er ekkert á það minst, að miðilshæfileik-
inn fari óhjákvæmilega með menn inn í geðveikrahæli,
né á það, að þetta sé alt verk djöfulsins, né á neina aðra
fásinnu, sem vér höfum átt að venjast úr flokki prests-
legra. andmælenda vorra.
En auðvitað eru biskuparnir alstaðar fjötraðir af guð-
fræðilegum og kirkjulegum erfikenningum sínura. Þeir
líta alt af aftur á bak, í stað þess að horfa fram undan
sér, og þeir eru svo hræddir við að aðhyllast nokkura
kenningu, sem kann að virðast í ósamræmi við útskýr-
ingar þeirra á nýja testamentinu, eða við kreddur kirkj-
unnar, að þeir geta ekki komið auga á það, að andi guðs
er að starfa á nýjum leiðum, sem hentugri eru núverandi
þörfum mannanna. Þeir vara meiin við því að nota sál-
rænar gafur af handahófi og þekkingarlaust, og sú við-
vörun þeirra er réttmæt. En aðalmótbárur þeirra eru