Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 6
fært sig. Eg held, að þeim tíma sé ekki illa varið, sem eg
nota til þess að láta ykkur heyra þessar röksemdir í svo
nákvæmri þýðingu, sem eg er fær um. Það er aldrei
einskisvert að reyna að gera sér grein fyrir málstað manna,
sem hugsa öðru vísi en vér gerum, einkum þegar góðir og
vitrir menn eru að segja oss frá reynslu sinni.
Nú kemur þá þoð, sem bisknpinn segir um þetta efni:
»1) í fyrsla lagi er þessi staðfasta ódauðleika-eðlishvöt
meðsköpuð mannkyninu. Þér hittið hana hvarvetna og á
öllum öldum. Hún er jafnsterk með Forn-Egiptum, sem
beinlínis Iétu matvæli í allar grafir, handa framliðna mann-
inum, til þess að hann gæti etið það, þegar hann kæmi
aftur, eins og hún er hjá þjóðflokkum Suðurálfunnar enn í
dag, þeim er hálshöggva nokkura þræla, áður en þeir snú-
ast til kristni, í því skyni að koma skilaboðum til látins
höfðingja, með þá algerðu vissu í hugum sinum, að höfð-
inginn sé lifandi, og að þrælarnir lifi eftir dauðann og fari
með skilaboðin.
»Sókrates drakk seyðið af eiturjurtinni með rólegri full-
vissu manns, sem aldrei hefir efast um tilveru sína eftir
dauðann, og þessi djúpsetta eðlishvöt i mannshjartanu hlýt-
ur að benda á eitthvað. Bænarhvötin er líka alheims-fyrir-
brigði. Einhver hefir sagt: »Eins og vængur fuglsins heimt-
ar loftið, og uggi fuglsins heimtar vatn, þannig heimtar
bænarhvötin guð.« Með sama hætti heimtar ódauðleika-
hvötin tilveru eftir dauðann.
»2) En auðvitað má segja það, að eðlishvötin geti orð-
ið fyrir vonbrigðum og sanni ekkert. En þegar hið mikla
stórskotalið skynseminnar kemur til sögunnar, komast menn
að raun um, að það styður þessa ósjálfráðu löngun hjartans.
En að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir, að menn trúi á guð,
sem hafi einhverja skynsamlega ástæðu fyrir því, sem hann
gerir, og eitthvert göfugt takmark fyrir augum.
»Hvernig sem litið er á málið (og einkum ef framþró-
unarkenningin er rétt), hefir afskapleg fyrirhöfn verið i það
lögð að skapa veröldina. Aldir alda hafa liðið, áður en