Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 90
216
MORGUNN
Þórhildur.
Þórhildur Magnúsdóttir heitir kona, sem býr í Hain-
arfirðí. Sumar eitt var hún kaupakona hjá Lýð bónda Þórð-
arsyni á Eiriksbakka. Það var oft siður hennar um sumar-
ið að skoða í kaffibolla sinn, er hún hafði lokið við að'
drekka úr honum. Og eitt sinn segir hún: »Það er undar-
legt, að eg sé í alt sumar líkfylgd í bollanum mínum, þeg-
ar eg lít í hann, og eg held, að eg sé þar altaf með sjálf«.
Um haustið dó tengdafaðir hennar og fylgdi hún hon-
um til grafar, eftir að hún kom úr kaupavinnunni.
[Eftir sögn Arnleifar Lýðsdóttur]
Aðsókn.
Sumir hafa sagt, að einhver reimleiki væri í hellunum
hjá Laugarvatnsvöllum, en um sönnur á því veit eg ekki.
— Hitt veit eg, að eg fekk þar vonda aðsókn einu sinni.
Eg var í lestaferð um Jónsmessuna, eins og gerðist á þeim
dögum, og fór fyrsta daginn út á vellina og svaf í hellun-
um. Samnátta mér þar og samferða mikið af Ieiðinni var
fólk austan úr Hrepp, Krístín Magnúsdóttir í Haukholtum
og 2 synir hennar, og lögðust þau til svefns út við berg-
vegginn öðru megin og sneru fótum út í miðjan hellinn. En eg
lá í miðjum hellinum og snéri höfði inn en fótum út að dyrum.
Ekki man eg, hvort eg var búinn að sofa lengi, en
mér fanst eg vera milli svefns og vöku, er eg varð var
við, að eitthvert kvikindi kemur í hellisdyrnar og virtist
mér það helzt vera í hundslíki. Kvikindi þetta kemur inn
í hellinn og upp á fæturna á mér og færði sig svo upp
eftir. Eg varð þá hræddur og ætla að reyna að hreyfa mig,
en það tókst ekki, því að allan mátt dró úr mér og fór
eg þá að reyna að kalla: »Hjálpið þið mér! hjálpið þið
mér!«. Ekki gekk það vel heldur. Þó gat eg gefið það mik-
ið hljóð af mér að samferðafólkið vaknaði og vakti mig,
og fanst mér þá eg vakna við vondan draum. Eg hélt
svo áfram ferð minni og bar ekki fleira til tíðinda. Eg
náttaði mig á Laugarvatnsvöllum á heimleiðinni og svaf