Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 55
MOEGUNN
181
P. F.: „Hefir ekki átt sér stað tilraun til tveggja
sjálfsmorða?“
Frú L.: „Það getur verið“.
P. F. gekk nú meðal annara fundarmanna og birtir
þeim ýmislegt; kemur síðan aftur þangað sem frú L.
sat, og segir við konu, sem sat þar hjá: „Laurent? Hvað
er Laurent fyrir yður?“
Konan: „Það er maður í ætt minni, sem heitir
Laurent".
P. F.: „Það er þungt á honum höfuðið, mikil höf-
uðneyð og heilabrot, eins og honum gangi margt á móti,
margar ákaflega alvarlegar áhyggjur, sem baka hon-
um þetta, ekki aðeins taugaverk, heldur miklu alvar-
legra“.
Konan: „Hann hefir í raun og veru þjáðst, en
ekki á þennan hátt“.
P. F.: „Eg fullyrði, að hann hefir þennan höfuð-
sjúkdóm og að auki áhyggju, sem vekur ákaflegan æs-
ing í höfði hans. Það er ef til vill ekki á þessu augna-
bliki, en mér þætti mikið til koma, ef staðfesting kæmi
á því, sem eg nú var að segja“.
Frú L.: Það, sem þér segið um þennan Laurent, og
ekki virðist eiga heima um Laurent þessarar frúar, það
snertir mig persónulega. Eg hefi í morgun fengið ljós-
mynd af föður mínum, sem heitir Laurent, og hefir dáið
úr heilablóðsókn samfara miklum áhyggjum. Það er
einmitt hinn sami herra Guanl, sem þér hafið talað svo
mikið um við mig, sem hefir sent mér þessa ljósmymL
P. F. gengur þá til annarar konu og segir: „María,
kannizt þér við það?“
Frú X.: „Eg þekki margar“.
P. F.: „Eg segi ekki að hún sé lík yður, en þér
komið þeirri hugsun inn hjá mér“.
Frú X.: „Já, það er ein, sem líkist mér“.
P. F.: „Til að lýsa lyndiseinkun þessarar Maríu,
myndi eg segja, að hún er ákaflega yndisleg“.