Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 73
MORGUNN
199
landi. Heyrt hefi eg, að hún hafi setið við stýrið, en menn-
irnir báðir ausið bátinn.
Guðspekin og spiritisminn.
14. sept. 1928 var eg á gangi fram á Laugabólsdal,
var að reka kýrnar, og var áreiðanlega með hugann í þess-
um heimi. Þá kemur Katrín og segir: »Eg veit, að þú hefir
mikið hugsað um, hvort réttari væri »guðspekin« eða »spíri-
tisminn«. — Satt að segja varð eg hálf-hissa, en spyr þó:
»Hvort er þá réttara?« — Svar: »Guðspekin er góð, því
hún vinnur að því að göfga og bæta mennina, en hin svo
nefnda andatrú er réttari, því að allar sálir lifa áfram og
vita inn í ykkar heim, en hafa ekki líkamaskifti (hér á
jörðu). Sálirnar halda áfram að þroskast stig af stigi.«
Litlu seinna bætir hún við: »Svo þarft þú aldrei að
vera myrkfælin eða hrædd framar, því að eg er alt af hjá
þér, elskan mín.« — »Hvoru megin við mig ertu?« spurði
eg. — »Alt af vinstra megin, en þegar pabbi þinn er hjá
þér, er hann alt af hægra megin við þig.« Þetta bið eg
lesendur að setja á sig, því að það verður að sönnun
síðar.
Kvöldið eftir kom Katrín aftur í samband við mig og
sagði mér nákvæmlega framtíð einnar vinstúlku minnar,
hvað hún gerði, hve nær hún giftist, hve mörg börn hún
ætti o. s. frv., og vil eg ekki birta það hér stúlkunnar
vegna, svo að henni verði ekki strítt með því.
Katrín var barnakennari heima hjá mér og því kenn-
ari minn í þrjá vetur; eg var óvenju hænd að henni, þótti
afar vænt um hana og tók svo upp á því að kalla hana
kærustuna mína; því eru ávörp hennar enn í þeim anda.
Vegna nánustu ættingja hennar og vina vil eg láta þess
hér getið, að kærastan mín kemur ávalt þannig fyrir í sam-
bandi hjá mér, að hún er innilega glöð og blið i ávarpi,
bjart í kringum hana; lýsir hún óvenju miklum sálarþroska
þar eins og hérna megin.