Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 38
164
MORGDNN
ófægðir gimsteinar, krabbi með miklu af sjávarþangir
lifandi hákarlsungi 18 þumlunga langur, fræ af mango-
tré, sem vex í Austur-Indlandi, o. fl. Eitt sinn hafði
snákur (höggormstegund) vafið sig utan um handlegg-
inn á honum og hélt miðillinn utan um hálsinn á dýr-
inu. Snákurinn var látinn á gólfið og dúk kastað yfir
hann, og hvarf hann þá svo að segja á svipstundu.
Þetta gerðist í fullri birtu.
Tilburðir komu hjá Bailey í fullri birtu, en þrátt
fyrir það voru menn engu nær um það, hvernig fyrir-
brigðin gerðust. Eitt sinn tók Bailey pálmaviðarblað úr
hendi eins fundarmanna og lagði það í lófann á Mc-
Carthy. Rétt í sömu svifum var það aftur tekið úr lófa
hans og lá þá dýr steinn í lófanum.
Auðmaður einn í Melbourne, mikill vinur Bailey’s,
átti mikið safn af tilburðum, er komið höfðu við fundi
miðilsins, og talið var mjög verðmætt; þar á meðal voru
um 40 fuglar, sem allir höfðu komið á sama hátt.
Annar frægur tilburðamiðill var Mrs. M. B. Thayer
í Boston. Gekk hún undir heitinu blómamiðillinn. Rann-
sókn á henni fór fram hjá manni, sem hét Luther Col-
by, í skrifstofu hans. Þegar miðillinn kom, var hún strax
flutt inn í annað herbergi og þar klædd úr hverri spjör,
af þremur konum, og síðan klædd í poka. Fundar-
skýrslan hljóðar svo:
„Pokinn huldi hana alla, að höfðinu undanteknu;
svo var hún leidd til sætis við borðið, með öðrum fund-
armönnum. Ljósið var slökt og við sátum í myrkri. Eft-
ir hér um bil eina mínútu varð einhvers skarkala vart
og einn af fundarmönnunum, Mr. Cooper, sagði: „Hér
er eitthvað á seiði! Eg held það sé dúfa“. Ljós var
kveikt og hvít dúfa var komin í hópinn, baðaði vængj-
unum og var sýnilegt, að hún var bæði hrædd og þoldi
illa ljósbirtuna. Einn af fundarmönnum hugsaði þá með
sjálfum sér, að gaman væri að fá líka kanarífugl, og
stóð ekki á því, að hann kæmi, en borðið var fult af