Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 20
146
MORGUNN
um hætti alment við losaralegri rökfærslu, þegar þeir
tala um trúmál. Eg á ekki við guðfræðirit siðari tíma. I
guðfræðinni hefir verið unnið mikið verk í vísindalegum
anda. Eg á við það, hvernig kennimennirnir tala við okk-
ur, almenninginn. Mér finst eðlilegt að svona fari, þegar
ekkert er hirt um sannanir — að minsta kosti ekki þær
sannanir, sem aðrir taka gildar en skoðanabræður þeirra.
Hjá mjög miklum hluta mannkynsins sanna ritningargreinar
ekkert. Sú var tiðin, að allur þorri mannanna var á sama
máli og prestarnir, að m. k. á yfirborðinu, og lét sér nægja
sömu forsendur í rökfærslunni. Þá var ekki svo mikill vandi
að fullnægja mönnum. Til þess þurfti aðallega mælsku og
lag á að gera sig hugþekkan öðrum. Nú er sú öld um
garð gengin. Nú er alt véfengt. Nú eru skoðanabræður
prestanna í miklum minnihluta í heiminum. Það má segja,
að það sé illa farið. En það er að gera við því, sem er.
Kirkjunnar stóra vandamál á þessum tímum virðist
mér vera það, að koma aftur á nánu sambandi milli sín
og hugsanalífs fjöldans. Ekki með því að dekra við það,
sem fjöldinn kann að hugsa rangt, heldur með því að gera
sig færa um sannfærandi röksemdir.
Eg vildi óska, að íslenzk kirkja yrði fyrirmynd í þessu
efni, eins og hún gæti verið ýmsum kirkjum fyrirmynd i
frjálslyndi, a. m. k. þeirri dönsku. Danskur prestur segir
örfá orð sem inngang að postullegri trúarjátning við barna-
skírn. Herferð er hafin á hendur honum og hann er rekinn
úr kirkjunni. íslenzkur prestur neitar að hafa hina postul-
legu trúarjátning yfir við þessa athöfn, og það hefir engar
afleiðingar fyrir hann. Biskup afsegir allan málarekslur út
af þessu eða öðrum andlegum málum, og óhætt mun að
fullyrða, að allur þorri presta ekki að eins sætti sig vel
við það, heldur þyki verulega vænt um það.
Ekki verður sagt, að allir spíritistar líti á það með ein-
dregnum fögnuði, að kirkjan fari að efla sjálfa sig með
því að taka að sér sannanirnar fyrir ódauðleikatrúnni. Oli'
ver Lodge, sá stórvitri maður, þráir það, og vitanlega gera