Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 14
140
M OR GUNN
ugt takmark fyrir augum«, og að það hefði verið óskyn'
samlegt að leggja alla þá fyrirhöfn í það að framleiða
manninn, ef hann »hefði ekki átt að endast nema örstutta
stund«. En nú er þess að gæta, að mennirnir hafa gefist
upp Við að skilja svo afskaplega mikið af því, sem nefnt
hefir verið »ráðsályktanir guðs«. Hinir stórgáfuðu höfundar
Jobs bókar og Prédikarans gáfust upp við það. Á öllum
öldum hafa gáfuðustu mennirnir gefist upp við það. Enn í
dag gefast menn upp við það. Kristin kirkja hefir verið
jafn-ákveðin í því og nokkurir aðrir. Öll kristin kirkja hefir
t.d. öld eftir öld kent það, að einhver mjög mikill hluti mann-
kynsins verði eilíflega ófarsæll. Allstór hluti af kristinni
kirkju hefir kent, að guð hafi beinlínis fyrirhugað einhverj-
um miklum hluta mannanna eilífar kvalir í öðrum heimi-
Þegar hún hefir verið spurð að því, hvernig þetta geti
samrýmst algæzku og alvizku og almætti guðs, þá hefir
hún svarað, að vér megum ekki vera að spyrja um slíkt,
því að ráðsályktanir guðs getum vér ekki skilið. Vér meg'
um ekki ieggja og getum ekki lagt mælikvarða vorrar eig'
in ófullkomnu skynsemi á vitsmuni guðs. Þetta hefir kirkj'
an ávalt brýnt fyrir oss og þetta er alveg rétt. En þá get'
um vér ekki tekið út úr eitt atriði, eins og framhaldslíf
mannanna eftir dauðann, og sagt, að ef guð hagi sér ekki
í því efni samkvæmt því, sem oss finst skynsamlegt, þá se
hann ekki eins skynsamur og mennirnir.
En við þetta bætist það, sem biskupinum er Ijóst og
tekur líka fram, að til þess að þessi röksemd hafi nokkurt
gildi, verði að gera ráð fyrir, að menn trúi á guð. En eru
þeir ekki margir, sem ekki trúa á guð? Það er öllum mönn-
um kunnugt. Þeir menn hafa þá að sjálfsögðu ekkert gagn
af þessari röksemd til þess að öðlast trú á annað líf. Þeir
hafa ekki gagn af neinum röksemdum, sem byrja á guði.
Þeir hafa í þessu efni ekki gagn af neinu öðru en sönn-
unum. Og eg veit ekki til þess, að það sé neitt annað en
spíritisminn, sem í þessu máli hefir sannanir á boðstólum.
En ef vér ætlum að meta veilurnar í þessari röksemd