Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 63
MORGUNN
189
-ófrægingu, þur og fámáll við hana lengi, en það komst
lagfæring á þetta alt. Hann sagði henni um sjúkdóma,
fleiri en einn, sem hún hefði haft. — Hann sagði henni,
að hún ætti að hirða um leiði sín. En það átti við það,
að hún hafði í eðlisfari sínu að vera hirðulítil um
leiði ástvina sinna. Móðir hennar hafði dáið fyrir tveim
árum, en hún hafði aldrei komið að gröf hennar, nema
þegar hún var jörðuð. Og ýmislegt fleira. — Einnig sagði
hún frá eftir fundinn, að við sjálft hefði legið, að hún
færi þangað ekki. Henni var það ekki í hug, fyrr en
fjórum tímum fyrir fundinn, og ætlaði þá að hætta við
það, meðal annars af því, að henni varð snögglega ilt.
En það leið þó frá, og ýms atvik drógu til þess að hún
fór á fundinn og að hún settist einmitt í þetta sæti, sem
var e i n i auði stólinn þar sem hún barst að í mann-
þyrpingunni. Hefði verzlunarfélagi hennar, hr. R., verið
með, sem hann ætlaði fyrst, en hætti óvænt við, hefðu
þau þurft tvo stóla og orðið þá að setjast annarsstaðar,
aftar í salnum.
Þá er komið að seinasta fundinum, 19. maí 1926,
og verð eg að fara fljótt yfir hann; skýrslan er svo
löng; aðeins skýra stuttlega frá, hvernig honum var
hagað. Það voru gjörðar tvær tilraunir með nokkuð lík-
um hætti og á síðasta fundi. 150 sæti voru tölusett um
morguninn.
Fyrri tilraunin var sú, að nokkrum stundum fyrir
fund, átti Forthuny, fyrir framan einn stól, sem valinn
var af handahófi, að gefa lýsing á þeim, sem í hann
mundi setjast; var það eiginlega endurtekning frá síð-
asta fundi.
Síðari tiiraunin var sú, að P. F. skyldi einnig fyrir
fram gefa lýsinguna, en ekki tiltaka stólinn, heldur
varpa hlutkesti um hann eftir að fundarmenn væru sezt-
ir. Átti með því að þreyta við tvo erfiðleika eða hending-
ar, fyrst að einhver settist í sérstakan stól og annað, að
hluturinn félli á sama stól.