Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 51
MORGUNN
177
Haxby var 129 pund, en á 5 líkamningafundum léttist
hann sem hér segir, um 93, 108, 80, 51 og 94 pund.
Hvað segið þið um þetta alt saman? Ef til vill finst
einhverjum, að eg hafi verið að segja ykkar eintómar
lygasögur.
Því miður er eg ekki svo mikið skáld, að eg hefði
getað búið þessar sögur til, og þær ei'u allar teknar eft-
ir beztu heimildum. En mér fanst það rétt, að nokkuð
margar sögur væru sagðar í einu. Það ætti að gera þær
trúverðugri í augum manna, að sömu eða svipaðir at-
burðir hafa oft gerst, og heildarsvipurinn við það að
festast betur í huganum.
Við skiljum ekki þessi fyrirbæri. Enginn skilur þau.
Lögmálin, sem þau gerast eftir, eru ófundin. En þeim
hlýtur að vera stjórnað, og við vitum, að miðillinn get-
ur ekki gert það. Mér finst, að við verðum að ætla, að
fyrirbrigðin gerist af því, að verið sé að kenna okk-
ur, kenna okkur, að hugmyndir okkar um efnið eða efn-
isheiminn þurfi að breytast, ýta við hugsun okkar og í-
myndunarafli. Ef til vill er þessi kensla, eða vakning,
heiminum nauðsynlegri en við höfum að þessu getað
gert okkur grein fyrir.
Sem þekkingaratriði er þessi myndbreytingafræði
skamt á veg komin. Fyrst er að fá fulla og skýlausa við-
urkenningu á því, að fyrirbrigðin gerist og hafi gerst.
Eg held hún komi, að því leyti, sem hún er ekki þegar
fengin. Vísindamennirnir sjá það, að það er óráðlegt og
hættulegt til lengdar að neita staðreyndum. Ný sann-
indi hafa yfirleitt átt örðugt uppdráttar, en þó fengið
fulla viðurkenningu fyr eða síðar. Eins fer um þessi
sannindi, og er þá vonandi, að heimurinn öðlist þessa
nýju þekkingu, þegar hann er orðinn fær um að veita
henni viðtöku.
12