Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 61
M 0 II G U N N
187
hæfileika sinn ekki á manni viðstöddum eða í fjarlægð,
sem hann sjálfur kysi eða valinn væri handa honum,
heldur í tómum salnum á undan fundinum, á einhverj-
um manni, , áður en hann settist af hendingu á einhvern
stólinn, sem tiltekinn væri af handahófi. — Ráðherra
(senateur) Humblot og frú Camille Flammarion voru
við; skýrði eg þeim frá þessari tilraun, sem gjöra ætti,
og fór með þau inn í tóman salinn og bað þau tiltaka
einhvern stól; hr. Humblot benti af handahófi á stól, og
eg límdi pappírsmiða neðan á hann, til að þekkja hann.
Að því búnu sótti eg Forthuny, sýndi honum stólinn,
sem valinn var, og lét hann vera eftir í salnum ásamt
hraðritaranum og einkaritara mínum, sem átti á meðan
að sjá um, að enginn kæmi inn og gæta að öllu, sem
gjörðist. Frú Flammarion, Humblot og eg fórum upp
í herbergi mín. Forthuny settist á stólinn og þreifaði á
næstu stólum við, því að hann ætlaði að láta tilraunina
ná líka til þeirra, sem mundu setjast á þá. Um leið og
hann þreifaði á stólunum, eins og hann væri að spyrja
þá, tók hann að lýsa þeim, sem mundu setjast á þá, og
hafði aldrei fyr verið svo greiður í máli sem nú. Eftir
að hafa átt þannig við fimm stóla, kom hann að stólnum,
sem hann hafði setzt á.
Þetta tók hér um bil 80 mínútur. Hann fann þá,
að hann átti mikið eftir að segja, því að upplýsingar
streymdu miklu örara inn á hann heldur en í viðurvist
fundarmanna, svo að honum leiddist að vei'ða að hætta,
til þess að tími ynnist til að hreinskrifa hraði’itið. —
Þegar 30 mínútur voru eftir til fundax*tíma, fóru þau
Forthuny, hraðritai'inn og ritari minn út úr salnum, og
var þá gangur og fordyri fult af fundai’mönnum sem
ruddust inn og settust eftir því sem fyi'ir vai’ð. Þær 30
mínútur sem eftir voru, las hraðritarinn ritaranum fyr-
ir til að hreinski'ifa, og enginn af þeim sex, sem vissu
um sætið, hafði samband við fundarmenn, eftir að þeir
komu og settust, hver sem honum sýndist. Þegar fund-