Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 64
190
M 0 11 G U N N
Við fyrri tilraunina hafði Carl Vett frá Kaupm.-
höfn, sem var viðstaddur, tekið stólinn nr. 52. Þar sat
kona, og kannaðist hún ekkert við lýsinguna. En á næst-
næsta stól sat maður, sem gjörðist all órólegur, og gaf
í skyn, að þetta ætti við sig; var hann sýnilega í mikilli
geðshræringu. Þessu var þó ekki gaumur gefinn, en tal-
ið, að þessi tilraun hefði mistekizt. En á eftir skrifaði
maðurinn dr. Osty Janga sögu sína. Var hún all-ein-
kennileg og skáldsöguleg um ógæfusamt hjónaband og-
ýmsar afleiðingar og atvik í sambandi við það, og hafði
lýsing P. F. átt mjög vel við það alt. Hafði tilraunin þá
eiginlega tekizt ágætlega að þessu fráskildu, að talan
á sætinu skakkaði um tvo.
Við seinni tilraunina átti að draga um sætið, eft-
ir að fundarmenn voru seztir. Var dregin talan 77, og
átti lýsingin þá að eiga við þann, sem sat á þeim stól.
Þar sat kona, og þegar P. F. las upp lýsinguna sem hafði
verið skrifuð á undan fundinum, svaraði hún hikandi,
óákveðið og að mestu leyti neitandi. Álitu þeir því í
fundarlok, að þessi tilraun hefði einnig mistekizt. En
eftir fundinn bað maður konunnar, sem sat við hlið
henni á stól 76, að lána sér lýsinguna, sem átti að vera
um konu hans, því að mikið af því mundi eiga við sig.
Sendi hann síðan frásögn sína, og var samfeldur kafli
í lýsingunni, sem kom heim við hana. Öll lýsingin var
72 línur. Fyrst 10 línur, sem ekki áttu við, þá 32 línur
samfeldar sem komu vel heim við sögu mannsins. Tíu
fyrstu línurnar og 30 síðustu könnuðust ýmsir við, sem
sátu á næstu stólum; en of sundurlaust þótti dr. Osty það
til að geta þess nánara. Þó má segja, að einnig þessi til-
raun tókst ekki að svo litlu leyti og var all-merkileg, þó
að þeir, sem settust í næstu stóla við þann, sem skygni-
gáfa Fs. beitti sér við, drægi hug hans á einhvern hátt,
sem ekki verður skýrður.
Svo kann eg ekki þessa sögu lengri að sinni, þó aó