Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 74
200
MOEOUNN
Prestskosningin.
Sumarið 1928 átti fram að fara prestskosning í Vatns-
fjarðarprestakalli. í kjöri voru kandídat Sigurður Haukdal
og séra Þorsteinn Jóhannesson, prestur að Stað í Stein-
grímsfirði. Eg þekti hvorugan, heyrði fólk halda sitt með
hvorum. Nokkru aður en þeir auglýstu sameiginlegan messu-
dag, hvíslar pabbi sálugi að mér: »Bína mín! þú skalt kjósa
Þorstein.« Þá sagði eg við pabba: »Er þetta áreiðanlega
rétt, en ekki eitthvað frá sjálfri mér?« »Já,« sagði hann.
»til vissu máttu varpa hlutkesti með nöfnum þeirra og
láta marka í fyrsta skifti.« Eg gerði það og kom þá upp
nafn Þorsteins. Eg spurði þá pabba, hvort hann óskaði
ekki eftir, að eg segði mömmu og systkinum mínum, hvers
hann óskaði. Svar: »Neil láttu þau sjálfráð.« Seinna fór eg
til kirkjunnar á Nauteyri, þar sem báðir frambjóðendur
messuðu. Líkaði mér þá fult svo vel ræða Sigurðar, en
enn þá ítrekaði pabbi þetta. Enn seinna fór eg ásamt öll-
um af heimilinu til að kjósa prestinn. Þegar eg geng inn
undir kórinn, segir pabbi enn: »Mundu nú, hvorn þú átt
að kjósa.« Og til frekari áherzlu fékk eg dálitinn straum
um leið í gegnum mig.
Skeytið frá „Rask“.
Mb. »Rask« frá ísafirði fórst 26. sept. 1924. Þá var eg
í verzlun Magnúsar Magnússonar við afgreiðslu, en áður
hafði eg verið eitt ár við verzlun Guðjóns Jónssonar kaup-
manns. Eg verð vegna eftirfarandi atburða að geta þessa hér.
Skipstjórann, Guðm. Benediktsson, þekti eg og einnig stúlku
þá, sem hann var trúlofaður. Hann átti með henni tvö
börn, en ætlaði að giftast henni, þegar hann kæmi inn úr
þessari sjóferð.
Eg var vöknuð þennan morgun, sem skeytið barst
mér, og ætlaði að fara að klæða mig, en komst í eitthvert
ástand þannig, að eg bæði sá og heyrði í einu. Eg sá mig
stadda inni í hinu nýja ibúðarhúsi fyrverandi húsbónda
míns, Guðjóns, sem eg þá aldrei hafði komið inn í. Eg