Morgunn


Morgunn - 01.12.1931, Síða 9

Morgunn - 01.12.1931, Síða 9
MORGUNN 135 gerð og náð, að þeir séu oft nærri oss, og, ef til vill, hvísli góðum hugsunum að hugum vorum, og að það eigi ein- hvern tíma fyrir oss að liggja að líta þá vorum eigin aug- um; að þeir séu að biðja fyrir oss og vilji láta oss biðja fyrir sér, og að þar sem þeir vita, hvað tíminn er stuttur, þá vilji þeir láta oss efla guðs ríki og halda uppi guðs verki á jörðunni, því að betur getum vér ekki varið tím- anum. Og svo bíðum vér og störfum í kærleika og þolin- mæði, þangað til dagur rennur og skuggarnir færast á braut.« Þetta er þá það, sem biskupinn segir. Eg geri ráð fyrir, að einhverjir hér á landi hugsi töluvert svipað honum og að þess vegna sé ekki ástæðulaust að nema staðar örlitla stund við ummæli hans. Honum finst illa varið tímanum með því að reyna að fá skeyti frá öðrum heimi, í stað þess að verja honum til þess að betra heiminn. Kirkjan hefir alt af verið að reyna að betra heiminn með þeim ráðum, sem henni hafa hug- kvæmst. Hvernig finst yður það hafa gengið? Lítið kring- um yður í veröldinni. Finst yður kúgunin, örbirgðin, stétta- hatrið bera vitni um mikla betrun? Eða öll óhæfuverkin, t. d. manndrápin, sem sumstaðar hafa verið framin af vald- höfunum sjálfum, sumstaðar í skjóli þeirra? Eða ófriðurinn síðasti og allur hermensku-viðbúnaðurinn til þess að geta byrjað aftur að berjast? Með þessu vil eg alls ekki fullyrða neitt um það, að mannkynið kunni ekki gegnum þessa óöld að erviða sig áfram til einhvers betra og göfugra. Sjálfur hefi eg þá trú, að svo sé. Það er venjulega afar örðugt eða réttara sagt alveg ókleift að átta sig á afleiðingum þess, sem er að gerast. Hugsið, til dæmis að taka, um skelfingarnar, sem yfir menn dundu í frönsku stjórnarbyltingunni fyrir næst- síðustu aldamót. Hver mundi nú vilja búa við það ástand, sem sú bylting leiddi til lykta? Alveg eins kann að vera um vora tíma, svo ískyggilegir sem mörgum virðast þeir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.