Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 113
MORGUNN
239
um samkomum. En fleiri vilja njóta góðs af þessu en Lund-
únabúar. Mrs. Morris er pöntuð út um alt England og
Skotland, svo að hún er í vandræðum með að sinna öll-
um þeim tilmælum, og hefir alls ekki séð sér fært að verða
við sams konar óskum frá öðrum löndum. Tilheyrendur
hennar hafa að jafnaði eða æfinlega skift þúsundum á
hverjum stað, og sumstaðar hafa prestar verið forsetar á
samkomunum. Enginn veit um, hver það er, sem prédikar
gegnum hana; en hann nefnir sig »Power«.
Svo hafa stundum verið nefnd þau atvik,
fyrirbrigðiö. er menn skynJa einhvern veginn atburði,
sem ekki eru komnir fram, eins og til
dæmis að taka, þegar frú Ingunn Pálsdóttir sá 5. marz
1915 atburð, sem gerðist 16. maí 1916, eins og skýrt
er frá hér i heftinu. Nokkurar líkur að minsta kosti eru
til þess að halda, að þess kyns fyrirbrigði hali meðal
annars komið fyrir á tilraunafundi á heimili minu um 20.
febr. 1928. Miðillinn, Andrés P. Böðvarsson, hafði verið í
venjulegu sambandsástandi, en var nú kominn i það ástand,
sem nefnt er hálftrance, og fer þá allt í einu að tauta,
hálfönugur, hvers vegna þeir séu komnir þarna, hvað þeir
vilji þangað. Það hefst þá smám saman upp úr honum, að
hann sjái gufuskip, sem strandað hafi á rifi nærri landi.
Hann sér brotsjóa ganga yfir skipið og menn tinast út úr
skipinu í sjóinn. Lík sér hann á floti kringum skipið. Lika
sér hann björgunartilraunir úr landi, og að sumir mennirnir
bjargast. Honum þykir sýnin ógurleg og kemst í geðshrær-
ing út af henni. Ekkert fáum við um það að vita, hvaða
skip þetta sé. Þegar Andrés var kominn aftur til sjálfs sín,
mundi hann ekkert eftir þessari sýn.
Við tókum eiginlega ekki neitt mark á þessu
Alt stóð hefma. L ,, , . . ° ,
— heldum helzt, að þetta væn einhver
endurminningaþvæla frá sjómensku-árum Andrésar, eða þá
frá einhverjum skiptöpum, sem hann hefði heyrt um eða
lesið um. En svo var það rúmri viku eftir þennan fund, að
hið ægilega slys bar að höndum, er »Jón forseti« fórst.