Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 80
206
MORGUNN
ilt í fót; hún er hölt; hún hefir víst fengið ilt í fótinn,
þegar hún var barn, því að hann hefir ekki vaxið með,
hann er styttri.« — Svo fer miðillinn að stynja þungt og
lágt og segir: »Mér líður svo illa; mér er svo þungt fyrir
brjóstinu; mér finst mér vera svo ilt fyrir brjóstinu og i
öllu holinu; æ, hvað mér líður illa; svona hefir henni lið-
ið, áður en hún fór héðan. Skyldi hafa gengið það sama
að henni í brjóstinu og fætinum? Hún hefir verið mikið
veik, áður en hún fór; hún hefir legið og dáið í hvítu eða
mjög ljósu rúmi; það er Iíkast því, að hún hafi dáið á
sjúkrahúsi, að minsta kosti er alt svo ljósmálað inni hjá
henni.«
Katrín Rögnvaldsdóttir, sú er miðillinn lýsir hér svo
nákvæmt, að eg hefi litlu við að bæta, var fædd 19. okt.
1880, en dó heima hjá manni sínum, Guðm. Ebenesarssyni
skósmið á Eyrarbakka, 16. marz 1907. Banamein hennar
var lungnabólga, sern þó endaði með hjartaslagi. En und-
anfarin ár hafði hún þjáðst af blæðandi magasári og lá í
því heima hjá mér mikinn hluta af síðasta árinu, sem eg
naut hennar. Hún var alt af heilsutæp og þoldi því ekki
að vinna erfiðisvinnu, en var kennari, lærð saumakona og
hafði yndi af að sitja með handavinnu, hekl og saum. Ann-
ar fótur hennar var styttri — og öll lýsing miðilsins ná-
kvæmlega rétt.
Síðan eg var á fundinum, hefi eg farið austur að Eyr-
arbakka, til að líta á legstað hennar og tala við manninn
hennar, samkvæmt ósk hennar fyrir mörgum árum. Guð-
mundur sagði mér, að herbergishúsgögn þeirra hefðu ekki
verið hvít, en mjög ljóseikarmáluð.
Eftir að miðillinn hætti að lýsa Katrínu, segir hún:
»Nú stendur við hægri hlið yðar öldruð kona; hún er
stór og holdug og myndarleg; hún gengur á feldu pilsi;
hún er heldur langleit með hátt enni og beint nef, móleit
augu lítil, mójarpt hár, skift yfir miðju enni; það er farið
að hærast, en er ekki silfurgrátt; það eru mókembdar hær-