Morgunn - 01.12.1937, Qupperneq 19
MORGUNN
145
I>á var stungið upp á að setja tómt lítið meðalaglas á
borðið og skipa henni að setja það niður.
Eftir endurteknar skipanir fleygði hún eða einhver
kraftur, sem kom frá henni, glasinu af borðinu, það féll
á hart gólfið og brotnaði í hundrað mola.
Allan þennan tíma lá hún eins og dauð væri í djúpum
svefni. En um leið og skjölin sópuðust ofan á gólf og
glasið kastaðist af borðinu, sýndist hún þó gjöra því
sem næst ómerkjanlega hreifingu með öxlinni og hand-
leggnum. Okkur kom öllum saman um, að hefði hreif-
ingunni verið haldið áfram, hefði það orðið þrýsting eða
sveifla með útréttum armlegg.
En hvað sem um það er, þá hjálpaði þessi atburður til
að snúa mér frá fyrri trú minni, efnishyggju og guðleysi
(agnosticism) til sannfæringarinnar um framhald lífs-
ins eftir dauðann. Það er með öðrum orðum í trú á
anda, þó að sá andi, sem við höfðum fengið sönnun
fyrir með þessum tilraunum, væri íbúandi í mannlegum
líkama.
Því að ef ,,þetta“ sem aðskildi sig frá líkama stúlk-
unnar og sýndi nærveru sína sex fet frá efnislíkama
hennar, var efni — sem það hlýtur að hafa verið sam-
kvæmt öllum viðteknum vísindum — þá er það óeyðan-
legt.
Það deyr ekki, þegar hinn efnislegi líkarni hættir að
starfa. Það heldur áfram að lifa ævarandi, einhvers-
staðar og í einhverri mynd, þó að ef til vill verði sú mynd
á sínum tíma undirorpin breytingum. En ef það er efni
í einhverri mynd — sem vér vitum að það hlýtur að
vera — þá verður það ávalt að vera í sambandi við orku.
Það þýöir einhverslconar athafnalíf.
Ef vér þessvegna tökum meðvitund vora með oss yf-
ir í næsta líf — sem ég nú staðfastlega trúi að vér gjör-
um — þá munum vér, þeir sem eru með réttu eðli og
starfshug, beita þeirri meðvitund og starfshug til þess
sem gott er. En þeim, sem með óeðli eru og skaðvænum
10