Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 20
143
MORGUNN
tilhneigingum, mun verða gefið tækifæri til að snúa
frá villu síns vegar og taka umbótum. Það er varla hægt
að kjósa á betri úrslit“.
Þannig sjáum vér, að þessi maður er einn — af nú
orðið mörgum þúsundum — sem hefir fyrir sannanir
sálarrannsóknanna um framhaldslíf, nær því frá byrj-
un snúizt frá fullkominni vantrú og öðlazt aftur barna-
trú sína.
Bókin hér á eftir (ca. 250 bls.) er svo öll um frekari
rannsóknir hans um nál. 35 ára skeið, sem hafa hald-
ið áfram að festa og styrkja trú hans. Hefir hann séð og
sannreynt nær því allár tegundir sálrænna fyrirbrigða,
og hefir margt af því verið eitt af því allra merkilegasta
og dásamlegasta í þessum efnum, og skiljanlegt að það
hafi styrkt hann. En tíminn leyfir ekki meira.
Á eftir þessum kafla um fyrstu reynslu sína, setur
höfundur þær ályktanir sem hann hefir fyrir sitt leyti
dregið af trúarreynslu sinni.
Yfirlýsingar um meginatriði.
1. Vér trúum á eilífa vitveru (þ.e.: guð).
2. Vár trúum að fyrirbrigði náttúrunnar, bæði efnisleg
og andleg sé auglýsing eilífrar vitveru.
3. Vér staðhæfum, að réttur skilningur á þeirri auglýs-
ing og breytni í samræmi við það, sé rétt trú.
4. Vér staðhæfum, að tilvera og persónuleilci einstak-
lingsins haldi áfram eftir þá breyting sem nefnd er
dauði.
5. Vér staðhæfum, að samband við svokallaða dána
menn sé staðreynd, vísindalega sönnuð með fyrir-
brigðum spiritismans.
6. Vér trúum að hin æðsta siðgæðisregla sé fólgin í
hinni gullvægu reglu: Það, sem þér viljið að menn-
irnir gjöri yður, það skuluð þér þeim gjöra.
7. Vér staðhæfum siðferðilega ábyrgð einstaklingsins
og gæfa hans eða ógæfa komin undir, hvort hann