Morgunn - 01.12.1937, Page 27
MORGUNN
153
sama rétti er hægt að véfengja það, að jörðin snúist.
Það er, hvort sem er, verst fyrir þá sjálfa, sem gjöra
það.
Helztu brautryðjendur andahyggjunnar hér á landi
eru þeir prófessor Haraldur Níelsson og rithöfundur-
inn Einar H. Kvaran. Þeir eru báðir þjóðkunnir menn,
og þarf varla að mæla með þeim, þeir hafa gjört það
sjálfir. Öllu glæsilegri brautryðjendur fyrir nýju stefnu
í trúmálum, var varla hægt að fá. Þessir tveir menn
hafa mótað stefnuna í hugum almennings hér á landi.
En það eru fleiri, sem hafa viljað móta hana. Það væri
of lint að orði ltomist, ef sagt væri að einstaka menn
hafi viljað sýna hana í skökku ljósi. Stefnan hefir verið
rógborin og svívirt og brautryðjendur hennar náttúr-
lega líka. Þeir hafa verið nefndir draugatrúarpostular,
djöflatrúarmenn, og ýms fleiri kjarnyrði hafa verið not-
uð í sambandi við þá.
í hverju er þá þessi skoðun frábrugðin þeirri trú, sem
menn hafa áður haft? Það er einmitt það merkilega við
þessar ofsóknir, að mér finst að frá heilbrigðu sjónar-
miði séð, sé hér fremur að ræða um skynsamlegri skýr-
ingu á ýmsum ráðgátum tilverunnar, en það, að verið sé
að kollvarpa neinu í þeirri trú, sem menn höfðu. a. m. k.
eltki neinu, sem ekki mátti þá missa sig. í stað þess að
menn hafa nú í margar aldir verið að spyrja: Hvert fer
maSurinn, þegar hann deyr? og fengið ýms svör. T. d.:
Hann fer til guðs, eða hann fer í eilífar kvalir, eða hann
sefur í gröfinni þangað til á dómsdegi! o. s. frv. þá
svarar Andahyggjan þessu skýlaust: Maðurinn fer á
það tilverusvið í alheiminum, sem samsvarar þroska
hans. Hann sefur engum aldalöngum grafarsvefni, held-
ur rís hann strax upp eins og hann hefði aldrei dáið,
með sömu skapgerð og sömu tilfinningum og áður; hann
er hvorki verri eða betri maður, a. m. k. ekki fyrst í
stað. Hann er hvorki orðinn að heilögum guðsengli eða
djöfli. Hann er nákvæmlega sami maðurinn og hann