Morgunn


Morgunn - 01.12.1937, Side 46

Morgunn - 01.12.1937, Side 46
172 MORGUNN Um dauðastundina. Erindi eftir Einar Loftsson. Flutt í S. R. F. í. Flest yðar, er að þessu sinni heyrið mál mitt, hafið sennilega einhvern tíma þui'ft að standa við banabeð deyjandi vinar, sum yðar máske hvað eftir annað. Þér fylgdust með þjáningum hans í banalegunni, sáuð hvernig lífsþróttinum smáblæddi út, unz öllu virtist lok- ið með síðasta andvarpinu af vörum hans. Gátuð þér þá varist að spyrja: Hvað hafði verið að gerast, hvað hafði gerzt þessi síðustu jarðlífsaugnablik hans? Mér finnst það a. m. k. mjög sennilegt, að þessar spurningar hljóti að vera nokkuð áleitnar í hugum mannanna við slík tækifæri, og ég hygg einnig, að jafnvel þeir, er telja persónulegt framhaldslíf mannssálarinnar sannað mál, muni ekki heldur telja þær sér óviðkomandi. Sé það rétt álitið, virðist það ekki vera með öllu á- stæðulaust að gera þær að umtalsefni eina kvöldstund í félaginu okkar, þrátt fyrir þa6, þó ekki verði unt að gera því máli fullnægjandi skil í stuttu erindi. Ég ætla því aðeins að nota þessar mínútur, er ég að þessu sinni á ráð á, til þess að segja yður frá örlitlu af því, er kunnir skygnimiðlar segjast hafa séð við þessi tækifæri, enda eru þeir menn, sem slíkum hæfileikum eru gæddir, líklegastir allra til þess að geta fært oss einhvern fróðleik um þessi efni. Hvað hafa þeir þá að segja oss? Ég ætla nú að láta yður heyra, hvað ameríski skygni- miðillinn, Andrew Jackson Davis, segir að hafi borið fyrir sig, er hann var viðstaddur andlát konu einnar. Ég vel ekki frásögn hans vegna þess, að hann sé talinn gæddur frábærari skygnihæfileikum en aðrir slíkirmenn,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.