Morgunn - 01.12.1937, Qupperneq 46
172
MORGUNN
Um dauðastundina.
Erindi eftir Einar Loftsson.
Flutt í S. R. F. í.
Flest yðar, er að þessu sinni heyrið mál mitt, hafið
sennilega einhvern tíma þui'ft að standa við banabeð
deyjandi vinar, sum yðar máske hvað eftir annað. Þér
fylgdust með þjáningum hans í banalegunni, sáuð
hvernig lífsþróttinum smáblæddi út, unz öllu virtist lok-
ið með síðasta andvarpinu af vörum hans. Gátuð þér þá
varist að spyrja: Hvað hafði verið að gerast, hvað hafði
gerzt þessi síðustu jarðlífsaugnablik hans? Mér finnst
það a. m. k. mjög sennilegt, að þessar spurningar hljóti
að vera nokkuð áleitnar í hugum mannanna við slík
tækifæri, og ég hygg einnig, að jafnvel þeir, er telja
persónulegt framhaldslíf mannssálarinnar sannað mál,
muni ekki heldur telja þær sér óviðkomandi.
Sé það rétt álitið, virðist það ekki vera með öllu á-
stæðulaust að gera þær að umtalsefni eina kvöldstund
í félaginu okkar, þrátt fyrir þa6, þó ekki verði unt að
gera því máli fullnægjandi skil í stuttu erindi.
Ég ætla því aðeins að nota þessar mínútur, er ég að
þessu sinni á ráð á, til þess að segja yður frá örlitlu af
því, er kunnir skygnimiðlar segjast hafa séð við þessi
tækifæri, enda eru þeir menn, sem slíkum hæfileikum
eru gæddir, líklegastir allra til þess að geta fært oss
einhvern fróðleik um þessi efni. Hvað hafa þeir þá að
segja oss?
Ég ætla nú að láta yður heyra, hvað ameríski skygni-
miðillinn, Andrew Jackson Davis, segir að hafi borið
fyrir sig, er hann var viðstaddur andlát konu einnar. Ég
vel ekki frásögn hans vegna þess, að hann sé talinn
gæddur frábærari skygnihæfileikum en aðrir slíkirmenn,