Morgunn - 01.12.1937, Qupperneq 48
174
MORGUNN
að bíða ósigur, þrátt fyrir eindregnar tilraunir sálar og
líkama til þess að halda samvinnunni áfram enn um hríð.
Sál og líkami virtust hegða sér þessi augnablik eins og
tveir innilega sameinaðir og nátengdir vinir, er ekki
mættu hugsa til þess að slíta samvistum, en hefðu það
þó á tilfinningunni, að þeir yrðu að skilja og reyndu því
að fresta skilnaðaraugnablikinu í lengstu lög.
Það gat auðvitað ekki hjá því farið, að þessi togstreita
eða barátta, er sýndist fara fram í líffærakerfi efnislík-
amans setti svip sinn og einkenni á ásjónu og yfirbragð
hinnar deyjandi konu. Dauðastríðið sýndist því óvenju
átakanlegt og þjáningafult frá sjónarmiði þeirra, er
dvöldu við banasæng hennar, en þeir sáu aðeins þján-
inga- og sársaukadrættina, kvíðann og óttann, er virtist
mega lesa út úr svipbrigðunum í andliti hennar. En mér
var þegar gert það ljóst, að þessi ytri líkamlegu einkenni
væru hvorki sprottin af vituðum þjáningum eða sálrænu
vansæluástandi hinnar deyjandi konu, heldur væri hár
aðeins að ræða um ósjálfráða starfsemi líkamslíffær-
anna, sem orsakaðist af því að sálin væri að losa sig úr
tengslum við efnið, líffæri þau, er hún fram að þessu
hafði notað sem starfstæki.
Ég tók nú eftir því, að höfuð konunnar hjúpaðist alt
í einu björtu ljósbliki; samtímis var eins og höfuðskel
hennar hefði verið opnuð, eða leyst upp með einhverjum
dularfullum hætti; ég sá heilann mjög greinilega og
nokkur augnablik var mér gert kleift að fylgjast með
starfsemi þeirri, er þar fór fram, jafnvel í instu fylgsn-
um hans. En skyndilega hættu heilasellurnar störfum.
Það var engu líkara en ósegjanlega margbrotin vél
hefði verið stöðvuð, en aðeins eitt augnablik. Því nær
samstundis hófu þær starf að nýju, en nú var starf
þeirra alt annars eðlis. Þá höfðu þær verið orkulindir
og aflgjafar líffæranna, sent þeim mátt og megin, en
nú virtist starfsemi þeirra eingöngu beint að því að end-
urheimta og draga til sín lífsafl það, er fram að þessu
J