Morgunn - 01.12.1937, Side 50
176
MORGUNN
Ég hafði fengið að sjá fæðingu mannssálarinnar inn
í sólheima nýrrar tilveru. Mér hafði verið sýnt, hvernig
etereindir lífsaflsins yfirgáfu hin deyjandi líffæri efnis-
líkamans, hurfu aftur til heilans, breyttu þar um mynd,
og streymdu aftur út frá heilanum sem ljós, er aftur
virtust taka á sig upphaflega mynd og skapa ódauð-
legri sál mannsins nýtt starfstæki í samræmi við um-
hverfi það, er hún var nú að flytja inn í. Ég hafði nú
öðlast fulla þekkingu á því, að hinn svonefndi dauði er
ekkert annað en fæðing, til æðri og göfugri tilveru. Að
umskifti þessi eða umbreyting, er gerast við líkamsdauð-
ann, er í raun og veru nákvæm eftirlíking af fæðingu
mannsins inn í efnisheiminn. Hin endurfædda vera virt-
ist enn hvíla í höfgum blundi; eterlíkami hennar var enn
tengdur efnislíkamanum með örmjóum ljósþræði, er lá
út frá höfði hans og inn í iljar eterlíkamans, en eftir
ljósbandi þessu streymdi stöðugt nærandi og styrkjandi
orka, sem virtist færa honum aukinn styrk. En ljósband
þetta varð stöðugt daufara og óskýrara unz það hvarf
sjónum mínum.
Alt í einu lauk hún upp augunum og reis upp og and-
aði lífslofti umhverfisins að sér í djúpum teigum, að því
er virtist í fyrstu með nokkurum erfiðismunum, en hún
virtist skjótt ná fullu valdi yfir líffærum hins sálræna
líkama, er hún hafði nú íklæðst og naut nú ósegjanlegs
unaðar og friðar. Hún virtist vera að öllu leyti hin sama
og hún hafði verið fyrir nokkurum augnablikum, nema
að því einu að svipur hennar og útlit bar nú öll einkenni
eilífrar æsku. Hún reis nú á fætur og staðnæmdist nokk-
ur augnablik og litaðist um. Hún virtist ekki gefa hinum
jarðneska líkama sínum hinn minsta gaum, en gekk
þegar út úr herberginu, gegnum hið næsta og út fyrir
húsið, sem stóð opið, því að þetta var að sumarlagi og
heitt í veðri. Þar mætti hún undanförnum vinum sínum,
er hún eitt sinn hafði kvatt með sárum söknuði. Þeir
fögnuðu henni með hjartanlegri ástúð og blíðu og buðu