Morgunn


Morgunn - 01.12.1937, Page 50

Morgunn - 01.12.1937, Page 50
176 MORGUNN Ég hafði fengið að sjá fæðingu mannssálarinnar inn í sólheima nýrrar tilveru. Mér hafði verið sýnt, hvernig etereindir lífsaflsins yfirgáfu hin deyjandi líffæri efnis- líkamans, hurfu aftur til heilans, breyttu þar um mynd, og streymdu aftur út frá heilanum sem ljós, er aftur virtust taka á sig upphaflega mynd og skapa ódauð- legri sál mannsins nýtt starfstæki í samræmi við um- hverfi það, er hún var nú að flytja inn í. Ég hafði nú öðlast fulla þekkingu á því, að hinn svonefndi dauði er ekkert annað en fæðing, til æðri og göfugri tilveru. Að umskifti þessi eða umbreyting, er gerast við líkamsdauð- ann, er í raun og veru nákvæm eftirlíking af fæðingu mannsins inn í efnisheiminn. Hin endurfædda vera virt- ist enn hvíla í höfgum blundi; eterlíkami hennar var enn tengdur efnislíkamanum með örmjóum ljósþræði, er lá út frá höfði hans og inn í iljar eterlíkamans, en eftir ljósbandi þessu streymdi stöðugt nærandi og styrkjandi orka, sem virtist færa honum aukinn styrk. En ljósband þetta varð stöðugt daufara og óskýrara unz það hvarf sjónum mínum. Alt í einu lauk hún upp augunum og reis upp og and- aði lífslofti umhverfisins að sér í djúpum teigum, að því er virtist í fyrstu með nokkurum erfiðismunum, en hún virtist skjótt ná fullu valdi yfir líffærum hins sálræna líkama, er hún hafði nú íklæðst og naut nú ósegjanlegs unaðar og friðar. Hún virtist vera að öllu leyti hin sama og hún hafði verið fyrir nokkurum augnablikum, nema að því einu að svipur hennar og útlit bar nú öll einkenni eilífrar æsku. Hún reis nú á fætur og staðnæmdist nokk- ur augnablik og litaðist um. Hún virtist ekki gefa hinum jarðneska líkama sínum hinn minsta gaum, en gekk þegar út úr herberginu, gegnum hið næsta og út fyrir húsið, sem stóð opið, því að þetta var að sumarlagi og heitt í veðri. Þar mætti hún undanförnum vinum sínum, er hún eitt sinn hafði kvatt með sárum söknuði. Þeir fögnuðu henni með hjartanlegri ástúð og blíðu og buðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.