Morgunn - 01.12.1937, Side 51
MORGUNN
177
hana velkomna til heimkynna sinna. Er hún hafði rætt
við þá um stund, hélt hún af stað með þeim; yndisfag-
urt landslag blasti við sjónum mínum. Nokkra stund gat
ég fylgst með þeim. Leið þeirra virtist liggja fram með
yndisfagurri fjallshlíð, og það var eins og hún kannað-
ist við þessi fjöll. Ég horfði á eftir þeim, unz þær hurfu
sjónum mínum út í ljósroð eilífðarheimanna.
Ég var nú aftur orðinn eins og ég átti að mér; ég sá
nú aðeins það, sem allir hinir sáu, hinn jarðneska lík-
ama hennar, er fölvi dauðans hafði nú gagntekið. Ég
hafði verið í hinu æðra ástandi fulla hálfa þriðju
klukkustund, en mér er það fyllilega ljóst, að tími sá,
er viðskilnaður sálar og líkama virtist taka að þessu
sinni, á ekki alhæft gildi; hann er vafalaust einatt miklu
skemri, og koma þar sennilega margar ástæður og or-
sakir til greina“.
Svipaðar sögur hafa margir skygnir menn að segja
frá dvöl sinni við banasæng deyjandi manna. Athuganir
þeirra á því er þeir hafa séð og skynjað við slík tækifæri
sýnast leiða það í ljós, að viðskilnaður sálar og líkama
gerist samkvæmt föstu og alhæfu lögmáli í öllum aðal-
atriðum, þó að ýmislegt í sambandi við umslciftin kunni
að mótast og ákveðast af persónulegum þroska og sér-
stökum þörfum hins deyjandi manns.
Það virðist nú ekki ósennilegt, að þeir, er taka slíkar
frásagnir sem þessar trúanlegar, kynnu að vilja spyrja:
Er unt fyrir mennina að gera sér þessa þekkingu á við-
skilnaði sálar og líkama arðbæra éða hagnýta í ein-
hverjum skilningi? Er t. d. hægt að veita hinum deyj-
andi manni nokkura aðstoð eða hjálp á slíkum stund-
um, aðra en þá, sem fólgin er í venjulegri hjúkrun?
Þessum spurningum virðist enski miðillinn, Mrs. Os-
borne Leonard, svara, er hún skýrir frá því í enska blað-
inu „Light“, hvað fyrir sig hafi borið á einni slíkri
12