Morgunn


Morgunn - 01.12.1937, Page 51

Morgunn - 01.12.1937, Page 51
MORGUNN 177 hana velkomna til heimkynna sinna. Er hún hafði rætt við þá um stund, hélt hún af stað með þeim; yndisfag- urt landslag blasti við sjónum mínum. Nokkra stund gat ég fylgst með þeim. Leið þeirra virtist liggja fram með yndisfagurri fjallshlíð, og það var eins og hún kannað- ist við þessi fjöll. Ég horfði á eftir þeim, unz þær hurfu sjónum mínum út í ljósroð eilífðarheimanna. Ég var nú aftur orðinn eins og ég átti að mér; ég sá nú aðeins það, sem allir hinir sáu, hinn jarðneska lík- ama hennar, er fölvi dauðans hafði nú gagntekið. Ég hafði verið í hinu æðra ástandi fulla hálfa þriðju klukkustund, en mér er það fyllilega ljóst, að tími sá, er viðskilnaður sálar og líkama virtist taka að þessu sinni, á ekki alhæft gildi; hann er vafalaust einatt miklu skemri, og koma þar sennilega margar ástæður og or- sakir til greina“. Svipaðar sögur hafa margir skygnir menn að segja frá dvöl sinni við banasæng deyjandi manna. Athuganir þeirra á því er þeir hafa séð og skynjað við slík tækifæri sýnast leiða það í ljós, að viðskilnaður sálar og líkama gerist samkvæmt föstu og alhæfu lögmáli í öllum aðal- atriðum, þó að ýmislegt í sambandi við umslciftin kunni að mótast og ákveðast af persónulegum þroska og sér- stökum þörfum hins deyjandi manns. Það virðist nú ekki ósennilegt, að þeir, er taka slíkar frásagnir sem þessar trúanlegar, kynnu að vilja spyrja: Er unt fyrir mennina að gera sér þessa þekkingu á við- skilnaði sálar og líkama arðbæra éða hagnýta í ein- hverjum skilningi? Er t. d. hægt að veita hinum deyj- andi manni nokkura aðstoð eða hjálp á slíkum stund- um, aðra en þá, sem fólgin er í venjulegri hjúkrun? Þessum spurningum virðist enski miðillinn, Mrs. Os- borne Leonard, svara, er hún skýrir frá því í enska blað- inu „Light“, hvað fyrir sig hafi borið á einni slíkri 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.