Morgunn


Morgunn - 01.12.1937, Side 54

Morgunn - 01.12.1937, Side 54
180 MORGUNN ins; bjart ljós var í herberginu frá stórum rafmagns- lampa, er stóð á arinhillunni. I samræmi við áðurnefnd tilmæli eiginmanns míns út af væntanlega nálægu andláti bróður hans, hafði hann beðið mig um að beita sálrænum kröftum mínum við það tækifæri eingöngu til þess að veita honum alla þá andlegu aðstoð á dauðastundinni, er mér væri unt að láta í té, í stað þess að leitast við að sjá eitt eða annað í sambandi við viðskilnað hans, og ásetti ég mér að haga mér að öllu leyti samkvæmt þeirri ósk hans. Vinir mínir fyrir handan höfðu áður sagt mér að ágætt væri að gefa deyjandi manni að bergja á köldu vatni, eins oft og mögulegt væri, en ef hann ætti örðugt með að renna niður, þá væri bezt að stinga öðruhverju votri rýju í munn honum, og töldu þeir þetta vera mikil- vægustu líkamlegu hjálpina, er unnt væri að veita hon- um við það tækifæri. Þeir færðu þau rök af sinni hálfu fyrir þessari ráðleggingu ,að vatnið flytti eterlíkaman- um aukna orku og styrkti hann og gerði viðskilnað sál- ar og líkama auðveldari. Ég notfærði mér þetta ráð, nú sem fyr, en auk þess rjóðraði ég varir hans einstaka sinnum með glycerini, því að þær virtust vera óeðlilega þurrar. Honum virtist þykja mjög vænt um þetta. Hann brosti einkar hlýlega t ilmín í hvert sinn, er ég lét hann dreypa á vatninu; auðsjáanlega virtist honum það gera líðan sína betri. Ég reyndi nú að ná hugrænu sambandi við þá vini mína í hinum heiminum, er aðstoðað höfðu eiginmann minn, þegar hann kvaddi þennan heim, og bað þá um að veita hinum deyjandi manni alla þá að- stoð, er þeim væri unt. Um miðnæturskeiðið varð ég greinilega vör við nærveru þeirra, þótt ég ekki sæi þá að þessu sinni, en koma þeirra fullvissaði mig um það, að mágur minn myndi ekki lifa nóttina á enda, án þess að réttmætt væri að draga slíka ályktun af útliti hans eða líðan. Andardrátturinn var rólegur og hægur, hann virtist hvíla í höfgum blundi, og milli þess að ég reyndi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.