Morgunn - 01.12.1937, Síða 54
180
MORGUNN
ins; bjart ljós var í herberginu frá stórum rafmagns-
lampa, er stóð á arinhillunni.
I samræmi við áðurnefnd tilmæli eiginmanns míns út
af væntanlega nálægu andláti bróður hans, hafði hann
beðið mig um að beita sálrænum kröftum mínum við
það tækifæri eingöngu til þess að veita honum alla þá
andlegu aðstoð á dauðastundinni, er mér væri unt að
láta í té, í stað þess að leitast við að sjá eitt eða annað
í sambandi við viðskilnað hans, og ásetti ég mér að haga
mér að öllu leyti samkvæmt þeirri ósk hans.
Vinir mínir fyrir handan höfðu áður sagt mér að
ágætt væri að gefa deyjandi manni að bergja á köldu
vatni, eins oft og mögulegt væri, en ef hann ætti örðugt
með að renna niður, þá væri bezt að stinga öðruhverju
votri rýju í munn honum, og töldu þeir þetta vera mikil-
vægustu líkamlegu hjálpina, er unnt væri að veita hon-
um við það tækifæri. Þeir færðu þau rök af sinni hálfu
fyrir þessari ráðleggingu ,að vatnið flytti eterlíkaman-
um aukna orku og styrkti hann og gerði viðskilnað sál-
ar og líkama auðveldari. Ég notfærði mér þetta ráð, nú
sem fyr, en auk þess rjóðraði ég varir hans einstaka
sinnum með glycerini, því að þær virtust vera óeðlilega
þurrar. Honum virtist þykja mjög vænt um þetta. Hann
brosti einkar hlýlega t ilmín í hvert sinn, er ég lét hann
dreypa á vatninu; auðsjáanlega virtist honum það gera
líðan sína betri. Ég reyndi nú að ná hugrænu sambandi
við þá vini mína í hinum heiminum, er aðstoðað höfðu
eiginmann minn, þegar hann kvaddi þennan heim, og
bað þá um að veita hinum deyjandi manni alla þá að-
stoð, er þeim væri unt. Um miðnæturskeiðið varð ég
greinilega vör við nærveru þeirra, þótt ég ekki sæi þá að
þessu sinni, en koma þeirra fullvissaði mig um það, að
mágur minn myndi ekki lifa nóttina á enda, án þess að
réttmætt væri að draga slíka ályktun af útliti hans eða
líðan. Andardrátturinn var rólegur og hægur, hann
virtist hvíla í höfgum blundi, og milli þess að ég reyndi