Morgunn - 01.12.1937, Síða 64
190
M ORGUN N
aðrir verði eins og þeir voru sjálfir á jörðinni. Því að
það er enn þeirra ánægja að koma illu til leiðar“.
Ég horfði með athygli á dökku verurnar. Ég tók eftir
því, að þær voru flestar innan um hópana þar sem
fastast var drukkið. Og þegar einhver í þessum hópum
reiddist og fór að rífast, kom ruddalegur fagnaðarsvip-
ur á andlitin á dökku verunum, mjög líkur þeim svip,
sem ég hafði einu sinni séð á andlitum eitthvað sex
ruddalegra manna, sem höfðu safnast saman utan um
tvo hunda, er voru að fljúgast á af mikilli grimd. Þeg-
ar einhver maður staulaðist út drukkinn, urðu ein eða
fleiri af þessum dökku verum honum samferða. Og
margar þeirra námu staðar við dyrnar, og ein eða fleiri
komu inn með flestum körlum eða konum, sem inn
komu.
Ég athugaði starf björtu englanna. Þeir virtust aftra
ýmsum þeirra frá að fara inn, sem höfðu hikað við dyrn-
ar. Ég sá einn þeirra leggja höndina á öxlina á manni,
sem var nýbúinn að tæma glas við veitingaborðið, og
maðurinn virtist skyndilega minnast einhvers og fór út.
Og ég sá annan leggja höndina á mann, sem hafði á
einu augnabliki áður sagt reiði-orð, og hann virtist líka
skyndilega minnast einhvers, og fór út úr þessum hóp
manna, sem voru að deila. En oft sá ég að björtu ver-
urnar höfðu engin áhrif á þá, sem þær voru að reyna að
hjálpa, og þá kom á þær hrygðarsvipur.
Faðir minn var einn af þeim, sem fengust við þetta
björgunarstarf. Ég sá hann fara með tólf menn hvern
eftir annan, og koma þeim á heimleið. Hann fylgdi
hverjum þeirra dálítinn spöl, áður en hann sneri aftur
þangað sem hann var að starfa. Ég fann til mikils metn-
aðar út af honum þá, alveg eins og á fyrri árum, áður
en hann hafði verið tekinn frá mér, þegar einhver vinur
hans hafði sagt mér frá einhverju afreksverki, sem
hann hafði unnið í uppreistinni á Indlandi.
Þegar sýnin var horfin, töluðu verndarengill minn og