Morgunn - 01.12.1937, Síða 79
MORGUNN
205
dauðann? Eða að það hafi verið þessi „innri orku-aukn-
ing“, sem hvatt hafi píslarvottana til að þola ofsóknir, ó-
teljandi þrautir og þjáningar og til að fórna jafnvel lífinu
sjálfu?
En ef ekki væri til nein önnur útskýring en þetta og ef
ekkert gerðist nú á tímum hliðstætt guðspjallasögunni,
þá yrðum við að láta okkur nægja einhverja slíka mark-
iausa getgátu til þess að útskýra hinar geysilegu afleiðing-
ar þessarra dularfullu viðburða.
En guði sé lof, að það er til önnur útskýring og það eru
til nú á dögum dæmi hliðstæð öllum þessum atburðum, og
sú útskýring fellur, eins og hanzki að hendi, að öllum þeim
viðburðum, sem þið frjálslyndu guðfræðingarnir teljið
vera sprottna af „innri orku-aukningu“. Sögurnar um
fæðingu, tákn og stórmerki, ummyndun, upprisu, birtingu
eftir krossfestinguna og himnaför Jesú, eru skráðar í sam-
ræmi við hugsunarhátt þeirra tíma, og hann er í samræmi
við hugsunarhátt all-mikils f jölda skynsamra manna á vor-
um dögum.
Frumkirkjan var spíritistisk kirkja og byggði trú sína á
sálrænu fyrirbrigði, — framhaldslífi Jesú frá Nazaret.
Án trúarinnar á framhaldslíf og bæði opinberar og einka-
legar líkamningar hans, sem allir vissu að hafði verið
krossfestur og grafinn, og án opinberra yfirlýsinga um
þá trú, — hefði kristin kirkja aldrei orðið til.
Frumkristnin var svo heppin að fá ekki
Þaö, sem ageins einstaklegar sannanir fyrir fram-
frumknstnin . .
vissi. haldslifi meistara sms, — henm auðnað-
aðist einnig að fá opinberlega líkamningu
hans í viðurvist 500 manna, að því er sagt er. Það var að-
eins vegna þess, að lærisveinarnir sannfærðust af þessum
líkamningum um framhaldslíf Jesú eftir krossdauðann, að
þeir tóku í sig hug og dug og vitnuðu djarflega um sann-
anir þær, sem þeir höfðu fengið fyrir því, að framhalds-
lífið væri staðreynd.
En þrátt fyrir þetta myndi trú upprunalegu lærisvein-