Morgunn - 01.12.1937, Side 83
M 0 R G U N N
209
sofnaði fljótt, og mig fór að dreyma. Ég þóttist liggja í
rúmi okkar systranna í baðstofunni. Ég vissi að ég var
sofnuð, en þó lá ég þarna vakandi, þreifaði á rúmföt-
unum í kringum mig, og sá allt mjög greinilegt í bað-
stofunni. Mér fannst þetta kynlegt ástand, og hugsaði
mér að taka sem bezt eftir öllu, sem gerðist, því að ég
vissi að eitthvað átti að gerast.
Allt í einu opnaðist baðstofuhurðin og pabbi stóð í
dyrunum. Ég varð mjög undrandi, en virti hann þó vel
fyrir mér, og sá að hann var vel búinn og leit vel út.
Hann var og mjög glaðlegur og hýr á svip. Það var eins
og hann biði eftir því, að ég virti hann fyrir mér. Hann
kom því næst og settist á rúmið hjá mér, leit á mig dá-
lítið kankvís, og sagði brosandi: „Jæja, hér er ég þá
kominn“. „Pabbi, ertu þetta virkilega sjálfur?“ þóttist
ég hrópa upp. „Ég trúi varla mínum eigin augum“. „Já,
þið trúið oft of vel ykkar eigin augum“, sagði hann, og
varð alvarlegur. „En nú er ég hér kominn til þín, og
nú get ég talað við þig“. „Góði, pabbi, vei’tu sem lengst
hjá mér, og segðu mér sem mest um lífið í ykkar heimi,
og hvernig ykkur líður“, sagði ég. „En því getum við
ekki séð ykkur alltaf, eða þegar við þráum það heitast?
Þú veizt víst, hvað mig hefir langað að sjá þig og vita
eitthvað um þig“. „Já“, svaraði pabbi. „Það er einmitt
afar erfitt. Þið eruð svo skilningslítil og sljó, og trúið
svo ekki öðru en því, sem þið þykist skilja. En sjáðu nú
til!“ Svo hvarf hann allt í einu. „Pabbi, hvar ertu?
Fai’ðu ekki svona fljótt frá mér“, þóttist ég hrópa. Þá
heyrði ég rödd hans uppi yfir mér. „Ég er hér“. Þegar
ég leit við, sat hann á rúmstokknum og brosti. „Hvern-
ig gaztu orðið svona ósýnilegur allt í einu?“ sagði ég.
„Það þýðir ekkert að útskýra það fyrir þér. Þú myndir
ekki skilja það. Þetta er nú það smávægilegasta, sem
verið er að kenna okkur, þar sem ég er. Þið mynduð
líklega kalla það galda hér. Af þessu getur þú þó séð,
að við getum verið ykkur nálæg,þó þið sjáið okkur
14