Morgunn


Morgunn - 01.12.1937, Page 83

Morgunn - 01.12.1937, Page 83
M 0 R G U N N 209 sofnaði fljótt, og mig fór að dreyma. Ég þóttist liggja í rúmi okkar systranna í baðstofunni. Ég vissi að ég var sofnuð, en þó lá ég þarna vakandi, þreifaði á rúmföt- unum í kringum mig, og sá allt mjög greinilegt í bað- stofunni. Mér fannst þetta kynlegt ástand, og hugsaði mér að taka sem bezt eftir öllu, sem gerðist, því að ég vissi að eitthvað átti að gerast. Allt í einu opnaðist baðstofuhurðin og pabbi stóð í dyrunum. Ég varð mjög undrandi, en virti hann þó vel fyrir mér, og sá að hann var vel búinn og leit vel út. Hann var og mjög glaðlegur og hýr á svip. Það var eins og hann biði eftir því, að ég virti hann fyrir mér. Hann kom því næst og settist á rúmið hjá mér, leit á mig dá- lítið kankvís, og sagði brosandi: „Jæja, hér er ég þá kominn“. „Pabbi, ertu þetta virkilega sjálfur?“ þóttist ég hrópa upp. „Ég trúi varla mínum eigin augum“. „Já, þið trúið oft of vel ykkar eigin augum“, sagði hann, og varð alvarlegur. „En nú er ég hér kominn til þín, og nú get ég talað við þig“. „Góði, pabbi, vei’tu sem lengst hjá mér, og segðu mér sem mest um lífið í ykkar heimi, og hvernig ykkur líður“, sagði ég. „En því getum við ekki séð ykkur alltaf, eða þegar við þráum það heitast? Þú veizt víst, hvað mig hefir langað að sjá þig og vita eitthvað um þig“. „Já“, svaraði pabbi. „Það er einmitt afar erfitt. Þið eruð svo skilningslítil og sljó, og trúið svo ekki öðru en því, sem þið þykist skilja. En sjáðu nú til!“ Svo hvarf hann allt í einu. „Pabbi, hvar ertu? Fai’ðu ekki svona fljótt frá mér“, þóttist ég hrópa. Þá heyrði ég rödd hans uppi yfir mér. „Ég er hér“. Þegar ég leit við, sat hann á rúmstokknum og brosti. „Hvern- ig gaztu orðið svona ósýnilegur allt í einu?“ sagði ég. „Það þýðir ekkert að útskýra það fyrir þér. Þú myndir ekki skilja það. Þetta er nú það smávægilegasta, sem verið er að kenna okkur, þar sem ég er. Þið mynduð líklega kalla það galda hér. Af þessu getur þú þó séð, að við getum verið ykkur nálæg,þó þið sjáið okkur 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.