Morgunn - 01.12.1937, Síða 86
212
MORGUNN
Skömmu eftir að mig dreymdi framanritaS, fréttum
við, að Jón mundi vera að hugsa um að fá jörðina. —
Nokkru síðar hitti ég frú Þórunni og sagði henni draum-
inn. Henni þótti þetta skrítið, því að um þær mundir er
mig dreymdi drauminn, sagði hún, að manni sínum
hefði farið að detta í hug að fá jörðina til ábúðar, og
sagðist hún heldur hafa talið hann á það. Þannig varð
það. Þau fluttu að Ey um vorið, og hafa búið þar síðan
myndarbúi, byggt upp og bætt jörðina, þar sem faðir
minn hætti.
„Ég á heima á Völlum, undir Fjöllum".
Mig dreymdi þennan draum í júlímánuði 1931:
Ég þóttist liggja í rúmi mínu í svefnherbergi okkar á
Reyni í Mýrdal. Heyri ég þá að hrópað er með karl-
mannsröddu: „Er það Þórný á Reyni? Er það Þórný á
Reyni?“ Ég þóttist vita, að átt væri við Þórnýju Jóns-
dóttur á Reyni, konu Sveins Einarssonar, er þar býr.
Ég bjóst við, að hún heyrði ekki hrópað, svo að ég anz-
aði og sagðist heita Katrín. „Jæja, Katrín“, sagði rödd-
in. „Skilaðu til Þórnýjar á Reyni“. Nú þagnaði röddin,
en ég þóttist allt í einu stödd úti á víðavangi. Ég leit í
kringum mig og sá, að ég stóð suðaustan við stafnþil
nokkur. Ég gat ekki greint, hvort það voru fjárhús eða
lágreist bæjarbú. Skammt þarna frá, og að því er mér
virtist í suðaustur af húsunum, var þýfður mói. Þar þá
ég að lá ungur maður, hallaði baki upp að einni þúfunni
og spennti hendur undir hnakkann.Ég virti hann vel fyr-
ir mér, og þóttist vita, að þar væri sá, sem við mig talaði.
Hann var meðalmaður á hæð og svaraði sér vel, ber-
höfðaður, hárið jarpt og lá slétt. Andlitið var mjög ljóst,
ennið fremur lágt, en breitt, augun dökkblá, fremur
smá en fjörleg. Ég veitti því sérstaka eftirtekt, hversu
þau ljómuðu. Kinnbeinin lágu nokkuð hátt, en hakan
lítil og varirnar þunnar. Hann var í dökkblárri peysu