Morgunn - 01.12.1937, Page 103
MORGUNN
229
og var festa og ró yfir svipnum. Þykir honum maðurinn
vera sr. Oddur á Miklabæ. Þorsteini finst sr. Oddur
segja við sig: ,,Eg sé á þér, að þú ætlar að gera þetta
fyrir okkur“. Þorsteini þótti sr. Oddur eiga við það,
að hann legði lið sitt að því, að leita beina Solveigar. —
Eftir draum þenna reið Þorsteinn til fundar við Sigurð
í Stolckhólma og bað hann að leita með sér beinanna.
Lét Sigurður til leiðast, og er skemmst frá að
segja, að þeir Þorsteinn grófu á þeim stað, er Sigurður
hafði áður á vísað og gengu þar að öllu svo sem Sig-
urður hafði áður við skilið og frá sagt. Fjalirnar úr kistu
Solveigar lágu hlið við hlið sunnan við kistu þá, er Sig-
urður taldi geyma leifar gömlu konunnar, sem grafin
var 22. des. 1914. Skútinn var og ennþá sýnilegur, sá
er fram kom, er kista Solveigar hafði verið upp tekin
221/j ári áður. Þar lágu og beinin, en mjög höfðu þau
fúnað á þessu árabili.
Eg hefi sagt svo greinilega frá leit og fundi þess-
ara beina af tveim ástæðum. Önnur er sú, að sumir hafa
dregið í efa, að það hafi verið bein Solveigar, sem flutt
voru. — Tel eg ekki leika á því neinn vafa. Sr. Björn
fyrirrennari minn hér taldi engan vafa leika á, að það
væri kista Solveigar, sem komið var niður á í desember
1914. Og hver sem les frásögn þessa, getur sjálfur um
dæmt, hverjar líkur séu fyrir því, að sömu bein sé um
að ræða, sem þá voru tekin upp og að nokkru leyti
færð. Og Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum, sá er áður
er á minnzt, er sömu skoðunar. Hygg ég ekki aðra nú-
tímamenn hafa verið fróðari um það, er að málum Sol-
veigar lýtur, né líklegri til að geta rétt til, en þessa
menn tvo.
Hin ástæðan til þess, að eg hefi sagt svo greini-
lega frá leitinni að beinum þessum, er sú, að í miðils-
sambandi því, sem fyrr um getur, var svo látið um
mælt, að bein Solveigar mundu ekki finnast fyrr en við
aðra tilraun.