Morgunn


Morgunn - 01.06.1944, Síða 13

Morgunn - 01.06.1944, Síða 13
M O R G U N N 9 postula, því að ef vér eigum að taka orð hans trúanleg, förum vér að starfa og lifa í sálarlíkamanum, ekki á efsta degi, heldur þegar eftir líkamsdauðann eins og Kristur. Heimarnir fyrir handan gröf og dauða eru margir, og mér kemur ekki til hugar, að vér hverfum inn á sama lífssvið og hann, eftir andlátið, að því þó fráskildu, að öll munum vér fyrst í stað hverfa inn á Paradísarsviðið, hvíldarsviðið, þar sem sálin safnar orku eftir viðskilnaðinn við holds- líkamann lærir að nota nýja likamann og venjast hinum nýju lífsskilyrðum. Fyrir því eru skýlaus orð sjálfs Krists, að ræninginn á krossinum hafi farið alveg sömu leið og hann, á Paradísarsviðið, ekki í upprisu á einhverjum óra- fjarlægum efsta degi, ekki einu sinni í upprisu á þriðja degi, heldur sama daginn sem hann dó. „I dag skaltu vera með mér í Paradís“. Hugmyndir kirkjunnar um þetta eru mjög á reiki, hún hefir enga samfellda, rökrétta kenningu um þetta að flytja, í kenningakerfi hennar ægir saman hinum ólíklegustu hug- myndum um þessi efni, og þá, sem efa mál mitt vil ég biðja að gera sér það ómak, að lesa sálmabók kirkju vorrar. Þetta er ein af orsökum þess, að páskadagurinn er ekki lengur það, sem hann var, meðan kristnin stóð i vorskrúði síns fegursta blóma, þetta er ein af orsökum þess, að páskafögnuðurinn hefir fölnað með kristnum mönnum. Vér fáum ekki réttan skilning á páskadegi frumkristn- innar og safnaða Páls postula, ef vér gerum ráð fyrir hjá Kristi alls konar guðlegum eiginleikum, sem liggja langt fyrir ofan alla mannlega möguleika. Hann gaf ekki sjálfur tilefni til slíks, og í sinni mannlegu auðmýkt er hann stór- kostlegastur. Fyrst í stað eftir upprisuna, er vald hans takmarkað yfir hinum nýja líkama. Þess vegna segir hann við Maríu úti við gröfina á páskadagsmorgun: „Snertu mig ekki!“ Upprisulíkami hans þolir ekki snerting jarð- nesks manns. En að kveldi hins sama dags er hann búinn að ná svo miklu valdi yfir sálarlíkamanum, að hann geng-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.