Morgunn - 01.06.1944, Qupperneq 14
10
M O R G U N N
ur með lærisveinunum í kvöldhúminu út til Emaus, sezt
til borðs með þeim og brýtur sjálfur fyrir þá brauðið. En
þá er orka hans í bili á þrotum, og hann hverfur þeim i
einu vetfangi. En eftir orðum Páls er Kristur „frumgróði
þeirra, sem sofnaðir eru“, það sem beið hans, bíður vor.
Og er það ekki undursamlegt fagnaðarefni, að mega eiga
þess von, að fara sömu leiðina og hann, og fá að vaxa tii
þekkingar og valds yfir nýrri tilveru og nýjum starfs-
tækjum, þegar gömlu starfstækin jarðnesku eru slitin og
holdsfatið gamla er ekki til annars nýtt en að sameinast
moldinni, sem það er vaxið úr?
Ég er að halda því hér fram, að páskafögnuðifrinn væri
fölnaður víða í kristninni, og að hugmyndir manna um það,
sem við oss tekur eftir andlátið væri orðnar svo þoku-
kenndar og óljósar, að þær væru í rauninni engar hug-
myndir, heldur óverulegur þokuslæðingur, sem menn tæku
naumast mark á, og hefði því engin veruleg áhrif á lífs-
skoðun þeirra, eða viðhorf þeirra við lífi og dauða. Á
dögum frumkristninnar var þetta ekki þannig. Þá vissu
menn, að dauðinn er fæðing í nýjum, ójarðneskum líkama.
Þá vissu menn, að þegar eftir líkamsdauðann vöknum vér
til nýrrar tilveru, sem er eins veruleg fyrir þá skynjun,
sem vér höfum þá, eins og þessi heimur eru verulegur
vorri jarðneskju skynjun. Þá vissu menn, að lífið á næsta
tilverusviðinu er ekki meiningarlaus sálmasöngur og skrúð-
göngur, heldur jákvætt starf, og af minningunni um hinn
upprisna lausnara, sem gekk um á meðal þeirra eftir
líkamsdauðann, vissu menn, að dauðinn er dýrlegur ávinn-
ingur, sem gefur oss víðtæka möguleika, og jafnvel undur-
samlega hæfileika, sem vér kunnum ekki tök á að nota í
jarðlífinu, enda þótt þeir dyldust með oss þar. Þá vissu
menn, að ef vel er lifað, er dauðinn hamingja. Og þetta
segja nokkrir af mestu vitsmönnum mannkynsins oss að
mennirnir hafi þúsund tækifæri til að vita skýlausri vissu
af staðreyndunum enn í dag, ef þeir aðeins vilja.
Ef þeir vilja! Hvað ættu þeir fremur að vilja en það, ekki