Morgunn - 01.06.1944, Síða 16
12
M O R G U N N
Frá merkilegum miðilsfimdum.
Frásagnir þær, sem hér eru birtar, eru teknar úr bók-
inni ,,When a Child Dies“ (Þegar barn deyr) eftir frú
Sylviu Barbanell, sem er kona hins aljþekkta spíritista-
rithöfundar og ritstjóra tímaritsins Psychic News, Maurice
Barbanell. Bók frúarinnar var gefin út í Lundúnum 1942
og hefir náð mikilli útbreiðslu, en meginmál hennar er
um börnin, sem fara ung af okkar heimi. Frú Barbanell
hefir safnað fjölda af nýjum og gömlum frásögnum í bók
sína og margt segir hún þar af eigin reynslu sinni af
miðilsfundum, sem hún hefir sjálf setið og maður hennar.
I.
Framliðinn drengur talar í síma.
Einn af frægustu raddmiðlum í Ameríku heitir Frank
Decker. Einn af stjórnendum hans er drengur, Patsy að
nafni, sem var blaðsöludrengur á jarðvistardögum sínum.
I andaheiminum lætur þessi drengur eftir sér að spreyta
sig á drengjafyndni og fjörugri kýmnigáfu sinni. Fram-
hleypni hans og kotroskin tilsvör koma gestunum á miðils-
fundum Deckers í gott skap. Taugaæsingur þeirra, sem
óvanir eru sálrænum fyrirbrigðum, getur eyðilagt fundi,
sem að öðru leyti gætu heppnazt. Hin hressilega framkoma
Patsys og skemmtileg orðatiltæki hans, koma vanalega
fundarmönnum í gott skap. Patsy hefir fært mörgum efa-
gjörnum mönnum sannanir fyrir framhaldslífinu. Hann
hefir sýnt þeim f jölda sálrænna fyrirbrigða, sem eiga varla
sinn líka. Sum afreksverk hans eru svo furðuleg, að þau
hljóta að virðast ótrúleg, þeim mönnum, sem ekki þekkja
undur miðilsfundanna.