Morgunn - 01.06.1944, Side 26
22
M O R G U N N
hann gengi beina leið í gegnum forstofuhurðina hjá sér og
í gegnum hurðina á svefnherberginu sínu. Hann gekk að
rúminu. „Þarna lá ég liggjandi í rúminu, dúðaður i lökum.
Ég virtist vera töluvert betri. Ég var ekki eins tekinn og
áður og ég heyrði sjálfan mig anda reglulega og rólega“.
Síðan opnaði hann augun og sá að hann var í raun réttri
í rúminu. Hann dró andann djúpt og fann að hann var tölu-
vert betri. Hann heyrði konuna sína gráta lágt. Hann reisti
sig upp á olnbogann. „Hvað er að þér, elskan mín?“ spurði
hann. Hún rak upp hvellt, óttaslegið óp, sem gerði mann-
inum hennar svo illt við, að hann misti meðvitundina. Þeg-
ar hann vaknaði aftur, voru gluggatjöldin dregin frá og
dauf vetrarsól skein inn um gluggann. Konan hans kom til
hans að rúminu og spurði hvernig honum liði. Þegar hann
svaraði: „Miklu betur, góða mín“, þá rann fagnaðartár
ofan eftir kinnunum á henni.
Sama morgun, þegar læknirinn kom til að undirrita dán-
arvottorð Campbells yfirhöfuðsmanns, þá mætti hann bros-
andi konu. „Farið þér með þessi skjöl, læknir“, sagði hún.
„Þeirra þarf ekki með.“ Læknirinn sagði yfirhöfuðsmann-
inum síðar, að hann hefði fyrst haldið, að hún væri orðir,
sturluð af sorg, „en hún brosti og leiddi mig að rúminu,
þar sem þér láguð. Þegar ég sá yður, sá ég, að hér hafði
skeð kraftaverk".
Sjúklingurinn náði sér svo fljótt, að eftir tvo daga var
hann kominn út á mótorhjóli.
IV.
Merkilegt ferðalag.
Margir menn, sem ekki fylgja neinni sérst^kri trúar-
stefnu, hafa orðið fyrir likri sálrænni reynslu og Campbell
yfirhöfuðsmaður fékk af lífinu fyrir handan tjaldið og hafa
borið vitni um yfirskilvitleg ævintýri sín í næsta heimi.
Þrem dögum fyrir andlát sitt, lauk hinn kunni rithöf-
undur John Oxenham við eina hina áhrifamestu frásögn,